Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 55
MANNESKJA ER DYR OG HENNI ER HÆTT
53
blasir við, að þetta mein mætti vel heita halmein; nokkuð augljóst, að eignar-
fallssamsetning gæti varla gengið í því orði. En halmein væri í munnlegum
flutningi torgreinanlegt frá halmmein, sem Sveinbjöm Egilsson stakk upp á
að lesa, og hinir hafa fallizt á, að því er virðist án þess að láta sér detta í hug
mein hvers jarls til skýringar, enda er sá skilningur beinn og ekkert ofljóst í.
Halmmein, það sem eyðir hálmi, er eldur, og á þeim grunni er ekki torráðið
að hálmmein sé ást — ekki fjarskalega ofljóst orðbragð um þann blossa sem
konur þurfu, og samför hljóðanna í halmein og halmmein gæti vakið tvær
hugmyndir senn, hið almenna jarlmein og ástareld. Að ekki geti verið um
venjulegan eld að ræða hér gefur sig eiginlega af því, að það er allt of hvers-
dagslegt fyrir hina vammi firrðu íþrótt, nema fleira komi til, að kona á bæ
þurfi að sækja eld.
Með þessu mynda vísuorð 1 og 4 saman setningu, sem er heil, og þarf
ekkert upp í hana að taka úr stálinu sem á milli kemur, vísuorðum 2 og 3,
enda þótt Finnur Jónsson hafi gert það. Þau eru tvær sjálfstæðar setningar í
tengslum við aðalmálið Vísuorð 2: Ætli ég sé ekki farinn að kannast við
skapið í henni (eða máske: skap kvenna yfirleitt?)? Vísuorð 3, sem er aðal-
atriði bæði hér og fyrir Ólafi Þórðarsyni, er nokkuð vandasamt í lokin. Með
því að láta hætt standa hér en ekki með halm(m)ein, eins og Finnur gerir,
verður auðveldara en ella að sjá vit í orðunum at hváru. Þau skulu því hér
talin standa með hætt og skírskota til beggja merkinga orðmyndarinnar dýr.
Merking vísuorðsins verður þá, að konan er dýr (skepna, eins og Ólafur segir)
eða/og dýr (mæt, ágæt, falleg, dýrleg — sem Ólafur nefnir ekki), og að hvorri-
tveggja merkingunni er hún hættuleg eða í hættu sjálf. Um orðið hætt er það
að segja, að mér virðist ekki geta orðið ljóst, hvort merking þess beinist að
konunni sjálfri (vegna ástarsóknar hennar eða gimileika) eða að öðru fólki,
e. t. v. karlmönnum (vegna þess sama) og hlýt því að láta það liggja milli
hluta. En ef hættunni stafar af henni til annarra, þá gætu menn ef til vill hlotið
af henni reynslu nykursögunnar, jafnvel misst vitið út af þeirri kvenskepnu,
því að „heimska úr horskum gerir hölda sonu sá inn máttki munur“ (Hávamál
94. vísa). Sé hættan hennar sjálfrar, gæti henni orðið hömluleysi (marglæti)
sjálfrar sín að nykri, og óvíst um úrslit viðskipta þeirra, hið bjarta bros þá ef
til vill komizt á andlit skepnunnar.
Það sem málskrúðsfræðingnum varð að dæmi um ræðubragðið metafóru
mun í rauninni vera kveðskaparbirting svipaðrar reynslu og hugmyndar og
útfærð var á táknlegan hátt í heilli sögu um nykurinn og um konuna frá Níger.
Eðlisþáttur sem er hættulegur þegar hann er hömlulaus „framfærist" í
metafóru til skepnu, vættar, persónugerist í þvílfkt sem nykur, sem á það til að