Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 242
240
GRIPLA
saga“ sem þama er sýnilega samheiti við ævintýri. Bæði þessi hugtök vísa til
efnisins og jafnframt áreiðanleikans en ekki búnings.
f megindráttum líkist Hemings þáttur Áslákssonar mjög ævintýri að gerð,
til dæmis hagar Haraldur Sigurðarson sér eins og illir ævintýrakóngar og
Hemingur, aðalsöguhetjan lendir í vandræðum sem hann bjargast ekki úr
hjálparlaust, frekar en aðrar ævintýrahetjur í svipuðu hiutverki. Samt kemur
fyrir að ævintýrahetjunum duga brögðin ein, eigi þeir við nautheimska and-
stæðinga að etja, en glópalánið þegar allt um þrýtur. í Hemings flokki þurfa
bjargvættir Hemings aðeins að sjá við Haraldi konungi þegar hann beitir
brögðum til að koma Hemingi fyrir kattamef. Þrautina sem konungur leggur
fyrir Heming leysir hann hins vegar með einstakri skotfimi sinni. En einmitt
hún sannar að þama er um flökkusögn að ræða.5
í greininni Um Hemings flokk Áslákssonar sýnir Andrés Bjömsson heim-
ildanotkun Gríms og skulu hér rakin nokkur helstu atriðin. Fyrst sýnir Andrés
(1946a:64—65) hvemig Grímur hafi farið að því að setja Áslák og Heming í
stað Þóris og Refs, og þar sem þeir Áslákur þurfa að komast til Noregs, lætur
Grímur þá leynast burtu á skipi þeirra að næturlagi.
Hér á eftir fær sagan um Heming nýjan grundvöll og skiljanlegar or-
sakir þess, sem í þættinum segir, en væri óskiljanlegt, ef Grímur hefði
ekki fundið upp á þessu snjallræði, og nú verður Hemingsþáttur þess
verður, að út af honum sé ort. Hemingur er nú orðinn sonur Magnúsar
konungs og réttborinn til konungstignar eftir föður sinn. Hugur Har-
alds konungs til Hemings verður skiljanlegur, en hann virtist alveg út
í loftið, væri Haraldur aðeins sonur lends manns eða bónda.
Þessi athugasemd er fullkomlega rökrétt í sjálfu sér, því að með því að gera
Heming son Magnúss góða og réttborinn til ríkis gat konungdómi Haralds
orðið hætt ef alþýða manna frétti hverrar ættar Hemingur væri, en konungur
sjálfur óvinsæll eins og viðumefnið harðráði bendir til. En vondir ættingjar
eru enn algengir í ævintýrum eins og í daglega lífinu. Þá er úrfelling jarteikn-
anna einnig mikilsverð. Með því að sleppa þeim verður flokkurinn bæði
sannsögulegri og Grímur getur endað hann á hinn eftirminnilega hátt „og
reyrð var örin silfri, sá það Tosti / sem til bana Haraldur var lostinrí'. Ymsu
er svo aukið í, m.a. „fær Halldór Snorrason stærra hlutverk í kvæðinu en það
5 Náskyld er sögnin um svissnesku hetjuna Wilhelm Tell, en einnig er hún til hjá Saxa hinum
málspaka og í öðrum norrænum heimildum (sbr. Andrés Bjömsson 1946:62 og Fellows-Jensen
1962:cxvii-cxxv).