Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 193
BYLTINGASINNAÐ SKÁLD í ÞJÓÐFRÆÐAHAM
191
sögu eða einhverra sagna sem henni voru náskyldar á 17. öld, eða nærri
aldamótunum 1700, hið síðasta. Um þetta er órækur vitnisburður í Áma-
safnshandriti sem nú skal vikið að.
5 Sögubrot í AM 253 II 8vo
Blað sem geymir brot úr Hellismannasögu er aftast þriggja blaða eða blað-
parta í handriti í Ámasafni í Reykjavík, AM 253 II 8vo. Blöðin hafa orðið
fyrir ómildri meðferð og eru öll skemmd á sama hátt, skorin eða klippt í odd
að ofan. Hefur trúlega átt að nota þau við bókband eða á einhvem annan hátt
til styrktar, sem má einu gilda. Það sem hafst hefur upp úr tiltækinu er líklega
það eitt að drjúgur hluti af upphaflegu lesmáli er horfinn. Skriftarlag er með
tvennum hætti, og verður ekki ráðið af samanburði hvort sami maður skrifar,
og hefði hann þá haft tvenns konar handarlag á valdi sínu sem ekki var fátítt.
Á bl. 1-2 er sett letur, og er þar brot af skýrslu um Þórisdalsför prestanna séra
Helga Grímssonar á Húsafelli og Bjarnar Stefánssonar á Snæfuglsstöðum í
Grímsnesi. Skriftin á bl. 3r er fljótaskriftarlegri. Þar er brot úr Hellismanna-
sögu eða náskyldri frásögn. Þannig vill til að þarna er vísa Eiríks sem Gísli
Brynjólfsson vildi leggja fullmikið upp úr, og verður ekki til að skjóta stoðum
undir ályktun skáldsins. Vísan er nákvæmlega eins og 19. aldar menn fóru
með hana, og ekki hótinu fomlegri, þótt handritið sé liðlega tvö hundruð
árum eldra, að ætla má. Aftan við Hellismannasögubrotið á bl. 3r hefur skrif-
arinn sett upphafsstafi sína „HGS“ sem óvíst er hvemig lesa á úr. Af þekktum
skrifurum frá síðari hluta 17. aldar er nærtækast að nefna Helga Grímsson á
Húsafelli. Og væri þá blaðsíða 3r skrifuð af Helga sem kunnastur er fyrir
þátttöku í Þórisdalsför með Bimi Stefánssyni 1664, og skýrslu sína um förina.
Hefur Helgi hugsanlega sett saman frásögn um ræningja í Surtshelli, enda var
Helgi Grímsson fommenntafróður. Hann var í þjónustu séra Þórðar Jónssonar
í Hítardal um skeið og þekkti Þórðarbók Landnámu þar sem getið var Hellis-
manna. Þá er vert að hafa í huga athugasemd um vísu Eiríks og samanburð
við bragarhátt fomskálda sem Helga væri trúandi til að kunna skil á, og ekki
undarlegt að Helga leiki forvitni á sögusögnum af stigamönnum í Surtshelli,
sonur prestshjóna á Húsafelli, í næsta nágrennni við Surtshelli, enda áhuga-
samur um forn fræði sem Þórisdalsför ber með sér og skýrsla um hana. Víst
er það að Helgi hafði bókskrift á valdi sínu, engu síður en fljótaskrift og
mætti bera saman fyrstu blöðin í 253 II og Húsafellsbók, Sth papp 22 fol, í
Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, með settleturskrift Helga. Dæmi um fljóta-
skrift sem hann gat beitt fyrir sig er í Bps A II 8 í Þjóðskjalasafni íslands,