Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 71
HR0RNARÞQLL
69
þrætur hafa gengið um merkingu þorp í Hávamálum, og verður ekki reynt að
rekja þá sögu hér. Orðtakið þorpi á bendir í þá átt að merkingar á borð við
‘kauptún’ og ‘húsaþyrping’ komi ekki til greina, jafnvel þótt David A. H.
Evans sé svo frjálslyndur í málfræði sinni að hann láti forsetninguna á gegna
sama hlutverki og stalla hennar í. Bæjarheitið Þorpar í Tröllatunguhreppi er
myndað á sömu lund og Hrísar, Fjósar og önnur af slíku tagi; hér er um að
véla hvorugkynsorð í fleirtölu, sem tekur viðskeytið -ar í nefnifalli og
þolfalli. Mér er ekki ljóst til hlítar hver merking sé fólgin í bæjamafninu, en
bæði ‘berangur’ og ‘smáhæð’ koma vitaskuld til greina. I slíku sambandi skal
minna á orðtökin út um þorp og grundir (einnig út um þorpagrundir), sem
eru sambærileg við ýmis önnur af slíku tagi, t.a.m. út um holt og móa; og þó
verður stuðlun oft til styrktar, svo sem í samstæðunum út um holt og hœðir;
mela og móa; holt og hraun; móa og mýrar; hvippinn og hvappinn; mela og
mýrar; fen ogflóa. Slflc orðtök skipa saman fyrirbærum í landslagi sem eru
annaðtveggja svipuð eða andstæð að eðli og liggja þó nærri hvort öðru í nátt-
úrunni. Með því að grundir í orðtakinu þorp og grundir benda á sléttan flöt
og grösugan myndi orð í merkingunni ‘berangur’ vera í andstæðu að því leyti
að hann er gróðurminni. Á hinn bóginn liggur smáhœð hærra en grundin.
5
Nú skal hverfa aftur á vit hrömandi þallar. Nýlega var haldið fram þeirri
kenningu að staðhæfingin „Hrprnar þgll sú er stendr þorpi á“ sé almenns eðlis
og lúti að hvers konar þöllum sem rata í það ólán að standa á þorpi, og auk
þess að hrömun þallar hljóti að stafa af stöðu hennar á þorpi. Breski fræði-
maðurinn, David A. H. Evans, sem þegar var getið, beitir (1986:97) djúpsærri
þekkingu á furafræði og öðram náttúruvísendum í því skyni að leysa þá
ráðgátu hvar þallir standa sér helst til miska. Hann hrindir fyrir stapa þeirri
gömlu og skáldlegu hugmynd að hrömandi ungfura standi á hæð eða í halla,
enda finnur hann það til foráttu að þallir visni ekki við slíkar aðstæður, heldur
þrífist þær einkar vel. Að hyggju furufræðings gegnir öðra máli um þá þöll
sem vex innan um bæjarhús; þar nasla dýr rætur hennar, geitur og önnur dýr
kroppa af henni sprota og börk; svo kann að fara að fólk birki blessaða þöll-
ina og geri sér mjöl úr þeim berki sem prýðir prunka furu.7
7 „The picture of the lonely fir on mound or hillside ... appeals to modem taste, but... firs do
not wither in such conditions; on the contrary, they thrive. Where they waste away is in the
neighbourhood of human habitation. So ... the fir stands among farm buildings, its roots nibbled
by animals, its shoots and bark eaten by goats and, perhaps, its lower bark flayed off to make