Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 278
276
GRIPLA
skulu koma fram upplýsingar um handritið og textann, auk annars sem út-
gefandi vill koma að. Það er ekkert því til fyrirstöðu að útgáfa af þessu tagi
fylgi langri fræðilegri ritgerð. Að öðru leyti gilda sérstakar reglur um meðferð
textans og verður gerð grein fyrir þeim hér á eftir.
Textinn er prentaður stafrétt og er sýnt hvemig leyst er upp úr böndum og
skammstöfunum. Upplausn á böndum er sýnd með skáletri, en upplausn á
skammstöfunum (punktum og táknum með óvísri merkingu) er sýnd innan
sviga.
Eftirtalin tákn eru notuð ef þörf krefur:
I, lóðrétt strik merkir nýja línu í handriti; uppi hægra megin við strikið
fylgir tala sem sýnir númer línunnar sem kemur á eftir (/, skástrik er hins
vegar aðeins notað ef það kemur fyrir í handritinu).
( ), svigar merkja að það sem er innan þeirra er skammstafað í handriti
með punkti eða tákni sem merkir ekkert ákveðið.
vmerkir að það sem er milli þessara merkja er skrifað yfir línu í handriti.
s /, merkir að það sem er milli þessara merkja er skrifað á spássíu, jafnvel
ofan textans eða undir.
\ j, merkir að það hefur verið strikað yfir það sem er milli þessara merkja
í handriti, settir punktar undir það eða skafið burt.
j ), endurtekið fyrir slysni, eða skrifað án þess að vera leiðrétt.
( ), oddklofar eru settir utan um stafi, orð eða setningar sem útgefandi telur
að hafi fallið niður af vangá.
[ ], homklofar em settir utan um stafi, orð eða setningar sem eru ólæsileg
í handriti vegna slits eða skemmda. Utgefandi getur lesið í eyðumar og prent-
að það sem augljóst er að eigi að standa eða það sem stendur í uppskrift.
[[ ]], tvöfaldir homklofar sýna að það sem á milli þeirra er hefur verið ólæsi-
legt við fyrri gerð stafréttrar útgáfu. Það sem var læsilegt þá er haft innan ein-
faldra homklofa nú.
oooo, ólæsilegir bókstafir, eða stafir sem hafa verið skomir burt; fjöldi tákn-
anna svarar nokkum veginn til fjölda bókstafanna, að vísu ekki fjölda hugsan-
legra banda.
oo..., fjöldi bókstafa sem hafa verið skomir burt er óvís.
.. .oo, fjöldi bókstafa sem hafa verið skomir burt er óvís.
oo.. .oo, fjöldi bókstafa sem hafa verið skomir burt er óvís.
Sjá nánar í 6. kafla um ljósmyndir af handritum.