Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 187
185
BYLTINGASINNAÐ SKÁLD f ÞJÓÐFRÆÐAHAM
„Segðu mér það, glerið mitt,
gullinu búna:
hvernig líður Vilfnði
Völufegri núna!“
Einhver hafði kallað meyna „Völufegri“, og þar af kom öfundin. (cfr.
hina þ. sögu ,,Schneewitchen“).
Þýska sagan kom út í íslenskri þýðingu Magnúsar Grímssonar undir nafninu
Mjallhvít, Kaupmannahöfn 1852. (Um Vilfríðarsöguna íslensku vísast í
Bjami Einarsson 1955:cxl-cxli, 67-68, Maurer 1860:280-281 og Einar Ól.
Sveinsson 1929:99).
Þriðja ævintýrabrotið er úr sögu af Mjaðveigu Mánadóttur:
III. Mjaðveig Mánadóttir.
Stjúpm. átti þrjár dætur, en Mjaðveig var stjúpdöttir hennar; allar voru
þær kon. dætur. Mjaðv(eig) tíndi gullskö sínum úti, eða missti ofaní
læk; þann skö fann konúngsson einhver og kom síðan á bæ þeirra
systra að vita hver ætti, en ein af als. hjö af hæl sinn svo sér væri
mátul. og fekk kons. hennar og sigldi burt með. Mjaðv(eigu) sá hann
ei; en fuglar flugu yfir 'stafni á' skipum hans, er hann sigldi frá landi
og kváðu, en einn af m. h. skyldi fuglamál:
Situr í stafni höggvinhæla,
fullur skör af dreyra,
heima situr hún Mjaðveig Mánadöttir,
hálfu betra brúðarefni.
Þá mun hafa verið gáð að, og hann snúið aptur og átt Mjaðveigu.
IV og V eru söguheiti, en ekkert tilfært úr sögunum sjálfum. Um fyrri
söguna á íslensku, „IV. Af Gríshildi þolinmóðu“, vísast til Halldórs Her-
mannssonar (1914) og Seelows (1989:131-132).
Þá er að lokum: „V. AfSigríði Eyjafjarðarsól, að hún heldr, en man ekkert
um.“ Saga af Sigríði Eyjafjarðarsól er í Þjóðsögum Jóns Amasonar (1954:
203). Gísli Brynjólfsson hefur náð í Sögu af Sigríði Eyjafjarðarsól, þótt móðir
hans myndi hana ekki. I NKS 3312 4to í myndasafni Stofnunar Arna
Magnússonar á Islandi, sem hér er stuðst við í fjarveru handrits, er: „Sögubrot
af Sigríði Eyjafjarðarsól. Fra UB. 1932; af Gísli Brynjúlfsons den yngres
Papirer“. Á fremstu síðu með sögunni efst í vinstra horni stendur: „frá
Margretu móðursystur minni 1853 v. 54“. Skilgreining á forsíðu er mis-