Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 72
70
GRIPLA
Af öllum þeim húsdýrum sem gera sér glaðning af furuberki þykir engin
skepna jafn duttlungafull (capricious) og geitin. Með því að ég þekkti forðum
snauðan mann sem eignaðist tvær geitur, þótt hann ætti raunar ekki þak yfir
höfuð sér, ekki einu sinni taugreftan sal, þá hjálpaði ég honum stundum ungur
snáði að eltast við geitlur; þeim þótt mest gaman að príla í klettum og kropp-
uðu allan fjárann. Þó stóðu húnvetnsku skjátur langt að baki þeim norsku
geitum sem Evans rjálar við í Hávamálum og gnaga þar feiga þöll í þyrpingu
húsa, að því er hann telur. Svo nákvæmar voru þessar norsku skepnur að þær
virðast þyrma hverri þöll sem óx á grýttri hæð, enda var hún einnig frjáls af
ágangi annarra húsdýra. Ungum furum var miskunnarlaust fómað ef þær uxu
heima við, en þó var þeim leyft að dafna að vild og lifa til elliára, ef rætur
þeirra smugu um grýttan jarðveg úti á berangri. Þegar norskar húsfreyjur
sendu þýjar sínar út eftir þallarberki til búsdrýginda, var ekki gengið á grjót-
hæð heldur látið nægja að birkja þá þöll sem klúkti vesaldarlega innan um
kofa og önnur bæjarhús. Hitt heyrir náttúrufræði til að barr og börkur hrynja
ekki af þöll á grjóthæð fyrr en eftir að hún hefur látið lífið, en heimaþöllin
tórir í eymd um sinn, jafnvel þótt geitur og griðkur hafi hnuggið hana berki
og barri. Hér er ekki hlítt þallarfræðum einum saman heldur einnig geðfræði
geita og annarra húsdýra. Svo ákafur er David A. H. Evans að sveigja Háva-
mál undir vilja sinn og hreina þallarfræði í allri sinni dýrð, að hann kinokar
sér ekki við að þverbrjóta einfalda og algera reglu í norrænni málfræði: Ef
einhver fótur er fyrir þeirra hugmynd hins breska fræðimanns að þallartetur
yxi innan um bæjarhús („among farm buildings“), þá mætti ætla að hið foma
skáld hefði haft rænu á að beita réttri forsetningu og látið feiga þöll standa
þorpi í. Maður sem fæst við að skýra kvæði án þess að gefa gaum að réttri
málvenju lendir vonum bráðar á villustigum.
6
Með því að myndavísumar þrjár í Hávamálum beita samlíkingum, þá mun
óhætt að gera ráð fyrir að hvor helmingur sé hinum skyldur að einhverju leyti.
flour ...“ (Evans 1986:97). Mikill ljóður má það teljast á ummælum Evans um þöll á þorpi að
hann gefur engan gaum að síðari helmingi vísu þegar hann fjallar um hinn fyrri. Oðru máli
gegnir um Stefán Karlsson sem leggur áherslu á einvem þeirrar þallar sem stendur á þorpi. Hann
(1979:122) stingur upp á að nefhljóðsstrik hafi fallið niður yfir ‘á’ í öðru vísuorði og hefði
upphaf erindis hljóðað á þessa lund: „Hrpmar þpll / sú er stendr þorpi á(n)“. Telur hann að þorp
á þessum stað hafi merkt ‘trjáþyrpingu’. Stefán (1979:122) dregur athygli að málsgrein í
kristinrétti Jóns erkibiskups, sem minnir á 2. vísuorð: „Em þessar helganir, skírn ok ferming, svá
samtengðar al livárgi má annarra án, nema dauði komi í millum” (leturbreyting mín). Skýring
Stefáns fær prýðilega staðist, enda er leiðrétting hans næsta einföld.