Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 52
50
GRIPLA
við vætti úr villiheimi, dýr. Manneskjan týnist og á ekki afturkvæmt í mann-
heim. Sagan af því er okkur tjáð í tveimur örmyndum með brú á milli. 1.
Manneskjan virðir fyrir sér reiðdýr, fer á bak og ríður af stað ... og 2. Við
endurkomuna úr reiðtúmum. Þar í milli hefur atburðurinn skelfilegi orðið;
hann er ósagður, en miðlast með flutningi brossins sem er brúin milli
myndanna, brossins sem er á andliti villidýrsins að lokum.
2 Nykur
Sagan sem fram er komin í húsgangnum um viðskipti konu og ljóns er nokk-
uð á þessa leið:
Maður einn sá skepnu, sem honum sýndist falleg og vænleg til reið-
skjóta, og hugði hann gott til að nota hana (brosti?). Skepnan var
spök, og hann fór á bak, en fann þá að hann hafði ekki stjóm á farar-
skjótanum, og það sem meira var: hann komst ekki af baki þótt hann
vildi, og auk þess mundi það vera hættulegt, þótt hann gæti orðið laus.
Með öðrum orðum: nú var það skepnan sem réði yfir manninum, en
ekki öfugt (hvort þeirra mátti nú brosa?).
í heild er þetta sama hugmyndin og sú sem er aðalatriðið í helztu íslenzku
þjóðsögninni um nykur, vatnaskepnu sem vafalaust er ekki til nema í hugar-
heimi en er oftast í hestslíki þegar hún birtist á veruleikasviði þjóðtrúarinnar.
Þessi skepna er einnig til hjá öðrum þjóðum. Til fróðleiks um nykursagnir á
Norðurlöndum yfirleitt, með sérlegu tilliti til kvíslgreiningar þeirra og til
spuminga um upptök og þróun sagnanna, er gott að geta vitnað hér til rit-
gerðar eftir Bo Almqvist 1990. Sú kvísl nykursagna sem hér er talin „helzt“ í
íslenzkri sagnaleifð, og sennilega að upphafi, er sú sem í þessu riti er táknuð
I. „Vattenhasten som ridhast."
A þeirri sögu sem þannig hefst getur ekki orðið nema tvenns konar endir.
Annaðhvort fer skepnan með manninn ofan í vatnið sem er heimkynni
hennar, og vita menn ekki meira frá þeim að segja, eða maðurinn man og fer
í örvæntingu sinni með bænarorð til guðs. Við það að nefna guð losnar hann
og kemst af baki áður en skepnan kemst með hann ofan í vatnið. í því tilviki
endar sagan vel, en óhætt mundi þó að segja, að þvflíkri reynslu gleymi
maðurinn aldrei og að hún hafi með nokkrum hætti skipt máli um afstöðu
hans til lífsins eftir það.
Með þessu þarf ekki að vera sagt að sá sem orti ensku limruna muni —
hvorki vitandi vits né óvart — hafa átt fyrirmynd að efni hennar í sagðri
frásögu (þjóðsögn), enda þótt það væri ekki ósennilegt. Hitt er hins vegar
"v