Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 224
222
GRIPLA
4.3 Að laga sig eftir Heine
I greininni Jónas Hallgrímsson og Heine hefur Einar Ól. Sveinsson bæði gert
grein fyrir áhuga Jónasar Hallgrímssonar á verkum Heine um og upp úr 1830
og einnig kynningu þeirra Konráðs Gíslasonar á Heinrich Heine (1797-
1856), einu þekktasta skáldi Þýskalands, í Fjölni árið 1835. Þá birtu þeir brot
úr Reisebilder, en það er ekki fyrr en á Fjölnisfundi 4. mars 1843 að Jónas les
upp þýðingar á fjórum kvæðum eftir Heine og voru þær prentaðar í Fjölni
sama ár. Af þeim hefur Álfareiðin (I 1989:172) orðið kærust íslendingum,
enda þótti mönnum enn varlegast á dögum Jónasar að ganga í kringum híbýli
sín til að bjóða álfunum heim með formálanum „komi þeir sem koma vilja,
fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu“ þegar álfamir fluttu
búferlum á nýársnótt. Skáldið er einnig mjög í vafa hvemig taka beri kveðju
og hlátri álfadrottningarinnar „var það út af ástinni ungu sem ég ber / eða var
það feigðin sem kallaði að mér?“ Jón Ámason getur þess í Þjóðsögum sínum
að álfar geri sér far um að gera mönnum mein með ýmsu móti og viti menn
stundum til þess orsakir en oft líka engar (Jón Árnason I 1862-1864:31) og
Grímur Thomsen kveður svo löngu síðar í 3. erindi kvæðisins Á Sprengi-
sandi: „Álfadrottning er að beizla gandinn, / ekki’ er gott að verða’ á hennar
leið“ (I 1934:22-23).
„Hann er farinn að laga sig eftir Heine“ eru hin frægu einkunnarorð við
kvæðaflokkinn Annes og eyjar, sem Jónas ntun að mestu hafa ort veturinn
1842-1843 undir bragarhætti kenndum við Heine. Þetta eru ferðaminningar og
að jafnaði er kjaminn mynd úr íslenzku landslagi, gerð með örfáum
strikum og einföldum orðum, en allt fær þetta líf og dýpt af djúpri
tilfinningu ... Og mér finnst léttleikinn yfir kvæðunum eigi nokkuð að
þakka uppörvun frá Heine. Og að nokkru leyti, og þó minna, gamanið
í þeim, og fer þar þó að bera á mismun ... Helzt mundi Skrúðurinn
minna á aðferð Heines; þar er alvaran og tilfinningin drottnandi í
tveimur fyrstu erindunum, en í því þriðja slær út í fyrir skáldinu, lendir
í gáska — en þó ekki höggvísri illkvittni (Einar Ól. Sveinsson 1956:
275-276).
Eins og líklegt má þykja fer það mjög eftir kvæðum hvemig skáldið hefur
blandað saman náttúrulýsingum, þjóðsögnum, endurminningum og lýsingu á
sálarástandi sínu, en haldið er líkum hugblæ í nokkrum þeirra svo sem kvæð-
unum um Ólafsvíkurenni, Hombjarg, Drangey, Suðursveit, Hestklett, Amar-
fellsjökul, Sogið, Efst á Amarvatnshæðum, í síðasta erindi þess vísar skáldið
til Einks, foringja hinna alkunnu Hellismanna, með því að nefna Eiríksjökul.