Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 227
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
225
Clemens Brentanos og annarra skálda sem fylgdu Heidelbergrómantíkinni,
sem kalla mætti hárómantík, en í þessari fomfrægu háskólaborg, setri róm-
antískra, germanskra fræða, safnaðist saman um 1805 hópur skálda af annarri
rómantísku, þýsku menntamannakynslóðinni. Öll voru þau andvíg heims-
borgaralegri frumspeki Jenahópsins svokallaða (Hoffmeister 1990:34) og
dýrkun þessara fylgismanna hinnar eldri rómantísku stefnu á einstaklings-
bundnu ímyndunarafli skáldsnillinganna eins og kemur fram hjá þýska
bókmenntafræðingnum C. Engel (1934:84):
Rein und ungetriibt, ohne Vermischung soll das eigene Leben des
Dichters, seine Persönlichkeit, seine Individualitát durch sein Werk
leuchten. Trotzdem muB das Werk aus sich verstándlich bleiben die
Kenntnis vom Leben des Dichters, seines Schicksals darf nur der Er-
höhung des inneren Erkennens und des GenuBes des Werkes dienen.
Brentano (Engel 1934:41) hafði samt á þessu fyrirvara:
Wohl diirfen des Dichters Leben und Persöhnlichkeit durch das Werk
hindurchleuchten, diirfen aber nicht das Verstándnis des Werkes von
ihrer Kenntnis abhángig machen oder gar verdunkeln ...
Rétt á undan stendur: „Skáldskapur má ekki vera huglægur“ (1934:40) og í
þeim orðum er öllu meiri sannfæringarkraftur eins og sjá má í Die Roman-
tische Schule eftir Heinrich Heine. Þar kynnir Heine Des Knaben Wunder-
horn, m.a. með gömlu þjóðkvæði, Der Schweizer, sem Brentano hafði tekist
að yrkja svo hlutlægt upp að ekki hefur annað hvarflað að Heine en þama
væri um dæmigert þjóðkvæði að ræða. En þýski fræðimaðurinn Hans-
Giinther Thalheim kemst (1966:393) að eftirfarandi niðurstöðu:
In der literarischen Vorlage Brentanos steht der Protest gegen das
menschenunwiirdige Söldnerwesen im Mittelpunkt. Bei Brentano, der
die alte Vorlage bearbeitet hat, fehlt jede soziale Anklage.
Heine var ekki sá eini landa sinna sem mistókst að finna hvort ýmis ljóð
væru eftir hárómantísku skáldin eða þjóðkvæði, og hefur hann samt víst þóst
vita fullvel hvernig fara skyldi að því að stæla hin síðamefndu; má þá minna
á að furðumargir munu telja kvæðið um Lorelei þjóðkvæði, en alls ekki eftir
Heine. En þama dugar hvergi vitið eintómt þótt skarpt sé, en þegar lýrík
hárómantíkurinnar kemst næst þjóðkvæðum, hrekkur engin greining til að
átta sig á því hvernig hún hafi sprottið upp af sjálfsdáðum. Samt má freista
þess að gera sér í hugarlund hvemig skáldunum heppnaðist að láta jafnvel