Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 4
GUÐNI ELÍSSON OG JÓN ÓLAFSSON
4
Þetta er ekki síst vandi vegna þess að hugmyndir almennings um háskóla
eru oft bundnar hagnýtu kennsluhlutverki hans og vanþekking á sambandi
kennslu og rannsókna í háskólastofnunum einkennir oft rökræður um
gildi háskóla. Slík vanþekking getur haft ófyrirsjánlegar afleiðingar á
kreppu- og niðurskurðartímum, þegar skorið er niður án þess að vel útfærð
stefnumótun ráði ferðinni eins og Gauti Sigþórsson bendir á í grein sinni
í þessu hefti. Starfsöryggi þeirra sem leggja fyrir sig kennslu og rannsókn-
ir minnkar, en víða um heim treysta háskólastofnanir í auknum mæli á
lausafólk bæði í kennslu og rannsóknum. Á sama tíma er vaxandi þrýst-
ingur á háskólastofnanir að tileinka sér rekstrarvenjur og hugsunarhátt
atvinnulífsins – svona má halda áfram.2
Tryggja verður að háskólinn sé það „griðland hugsunar sem er frjáls
undan afskiptum afla sem vilja ráðskast með rannsóknir fræðimanna og
niðurstöður þeirra“.3 Þetta þýðir ekki að háskólastofnanir eigi ekki að lúta
skýrum kröfum um skilvirkni og gæði í öllu starfi sínu. En háskólinn verð-
ur sjálfur að fá að skapa og viðhalda þeim frjálsa samræðuvettvangi sem er
kjarni starfs hans. Háskólinn er ekki einsleit stofnun og hann er ekki fyr-
irtæki. Hann er samfélag og sem slíkur vettvangur átaka sem þurfa að hafa
sinn gang – sem útkljást ekki með öðru en því að ákveðin hugmynd, skoð-
un eða viðhorf verður öðru yfirsterkara. Háskólum ber að skapa umhverfi
þar sem hagsmunir þátttakendanna eru ekki aðrir en þeir að sterkari rök
hafi betur gegn veikari og að það sé haft sem sannara reynist.
Af þessu má vera ljóst að þrátt fyrir að hlutverk háskólans sé almennt
óumdeilt, er háskólinn sem slíkur átakasvæði. Um þetta eðli háskólastofn-
unarinnar má m.a. lesa í greinum Irmu Erlingsdóttur og Jóns Ólafssonar í
þessu hefti. En að því sögðu er jafnframt nauðsynlegt að benda á að hann
hefur alltaf verið átakasvæði og átök búa jafnvel í eðli hans. Vandinn nú
birtist fyrst og fremst í því að hann á undir högg að sækja sem svæði átaka
í skilningi frjálsrar og óheftrar rökræðu, vísindalegrar, menningarlegrar
og samfélagslegrar. Háskólinn er í einhverjum skilningi í sókn en um leið
er hann í vörn og það er sótt að honum úr öllum áttum. Allir vilja koma
böndum á þann veruleika sem háskólinn býður upp á sem frjáls, opinn og
virkur vettvangur.
2 Sjá hér t.d. bók Jennifer Washburn, University, Inc: The Corporate Corruption of Higher
Education, New York: Basic Books, 2005, sjá sérstaklega bls. 137–170 og 199–
223.
3 Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir, Siðferði og starfshættir
í tengslum við fall íslensku bankanna 2008, 8. bindi, bls. 217.