Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 114
114
GuðNI ELíSSON
Krafa afneitunarsinna um frekari vísindalegar rannsóknir á ekkert skylt
við efahyggju55 eins og Oreskes og Conway benda á undir lok bókar sinn-
ar, þar sem þau vitna í S. J. Green sem var yfirmaður rannsókna hjá British
American Tobacco. Hann komst að lokum að þeirri niðurstöðu að mál-
þófsaðferðir tóbaksiðnaðarins væru í senn siðleysi og vitsmunasvindl:
„Krafan um vísindalega sönnun er ávallt uppskrift að því að halda að sér
höndum og fresta því sem gera þarf, og venjulega fyrstu viðbrögð hins
seka“.56 Geir Ágústson vill ekkert gera. Hann lítur eins og svo margir
„efasemdarmenn“ svo á að glíman um loftslagsmálin verði útkljáð á næstu
5 til 10 árum. Þangað til eigum við að bíða: „Við ættum öll að halla okkur
róleg aftur og fylgjast með þessari glímu klárast og skoða svo málin eftir á.
Til dæmis hvort við ætlum virkilega að hella sandi í orkuframleiðslu
heimsins og þar með lífskjör jarðarbúa.“57 Ekkert bendir til annars en að
Geir verði að ósk sinni.
Afneitunariðnaðinum hefur orðið talsvert ágengt á síðustu tveimur áratug-
um í að þæfa umræðuna og koma þannig í veg fyrir aðgerðir sem takmarka
losun. Því hefur verið haldið fram að mestan hluta tímabilsins hafi verið
talsverður ágreiningur um loftslagsbreytingar í vísindasamfélaginu þótt sú
hafi ekki verið raunin. Almenningur virðist telja að enn leiki talsverður vafi
á að niðurstöður veðurfarsrannsókna séu réttar og fátt bendir til þess að
breyting verði á því í bráð. Gríðarlega miklir hagsmunir eru líka bundnir
því að ekki verði leitað nýrra leiða við orkuöflun, en innan olíu- og kola-
iðnaðarins hefur um langt skeið verið grafið leynt og ljóst undan viður-
kenndum loftslagsvísindum, meðal annars með beinum fjárstuðningi við
ýmsa falssérfræðinga.58
55 Ágúst H. Bjarnason skrifar sérstaka færslu í athugasemdadálki sínum um vísinda-
legan efa sem frjálshyggjumaðurinn Geir Ágústsson tekur upp á bloggsíðu sinni.
Þar segir Ágúst: „Við getum bara ályktað, ekki verið viss. Þetta eru þó allt vanga-
veltur sem sanna ekki neitt, enda er ekki hægt að sanna neitt í vísindum. Við getum
þó leyft okkur að draga ályktanir, vega og meta. Smám saman á þó vonandi skiln-
ingur okkar á þessu mjög flókna samhengi eftir að aukast.“ Ágúst H. Bjarnason,
„Norskur prófessor: "Sólin boðar kaldari áratug"...“, 14. júlí 2010: http://agbjarn.
blog.is/blog/agbjarn/entry/1076879/. Sjá líka Geir Ágústsson, „Loftslagsvísindin í
mjög stuttu máli“, 12. ágúst 2010 [sótt 18. febrúar 2011].
56 Naomi Oreskes og Erik M. Conway, Merchants of Doubt, bls. 274.
57 Geir Ágústsson, „Loftslagsvísindin í mjög stuttu máli“, 12. ágúst 2010.
58 Hér má nefna 8 síðna aðgerðaáætlun API (American Petroleum Institute) frá því í
apríl 1998 þar sem leitað er leiða til að ýta undir þær hugmyndir almennra borgara
að óvissa sé ríkjandi í loftslagsvísindum. Sjá nánar grein mína „Efahyggja og