Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 57
57
HÁSKÓLAR OG GAGNRýNIN ÞJÓÐFÉLAGSUMRæÐA
Fræðimenn eins og aðrir eiga líka hagsmuna að gæta, bæði þegar litið er
til lengri og skemmri tíma. Oftast eru þeir bæði málefnalegir og skiljanleg-
ir – hagsmunirnir geta verið ríkir, jafnvel ráðið ferðinni. Sumir halda að í
samfélagi hversdagslífsins ríki bullandi hagsmuna tog streita og pólitík en
þegar komið sé inn í fílabeinsturn fræðanna þá sleppi öllum veraldará-
greiningi eða kapphlaupi um virðingu eða fjármuni. Það er fjarri sanni.
Hagsmunir fræðimanna eru margskonar. Það skiptir þá máli að fjárhags-
legt umhverfi sem úthlutar þeim fé til kennslu en þó einkum til rann sókna
sé þeim hagfellt – og ekki síður að persónulegt nærumhverfi sýni þeim
virðingu og veiti svigrúm til þróunar.
Þetta kemur fram í umræðunni um samkeppnissjóði, sem snýst um
hagsmuni til lengri tíma. Mér virðist sumir telja að það ætti að vera óum-
deilt hvernig þúsundum milljarða króna sem varið er til rannsókna á
heimsvísu sé deilt á milli verkefna. Ekki þurfi annað en að búa til eða efla
samkeppnissjóði og – voilà, málið sé leyst. Það er ekki ljóst að hvaða marki
þetta er stefna íslenskra stjórnvalda því að í stefnu Vísinda- og tækniráðs
fyrir árin 2010–2012 (sem í sitja ráðherrar) segir (bls. 15): „Hærra hlutfalli
opinberra framlaga til rannsókna og nýsköpunar verði úthlutað í gegnum
samkeppnissjóði en gert er nú.“12 Það sem er óljóst er hve langt á að
ganga, þ.e. hvort fé til rannsókna eigi að mestu að renna í opinn sam-
keppnissjóð eða hvort einhver forgangsröðun verkefna eigi að vera fyrir
hendi. Slík forgangsröðun gæti t.d. falið í sér að gerðar skuli kröfur um
mikla rannsóknarvirkni þeirra háskóladeilda sem mennta embættisstéttir
eða aðrar starfsstéttir og sem stjórnvöld hafa haft forgöngu um með stofn-
un sérstakra skóla eða deilda.13 Um slíkar kröfur hefur ekki verið mótuð
skýr stefna og þess vegna er umræða um rannsóknarfé og ráðstöfun þess
flóknari en virðist við fyrstu sýn.
Það er enginn ágreiningur um að opinberu fé eigi að ráðstafa af ýtrustu
ráðdeild og það skiptir máli að móta umhverfi sem er kröfuhart, hvetjandi
og síkvikt og festist ekki í fari íhaldssamra hugmynda. En það þýðir samt
12 Vísinda- og tækniráð, „Byggt á styrkum stoðum. Stefna Vísinda- og tækniráðs
2010 til 2012“. Forsætisráðuneytið. Reykjavík, 2009, http://www.vt.is/files/Stefna-
VTR-2010-2012-198837433.pdf (skoðað 27. febrúar 2011).
13 Stjórnvöld hafa gengum árin stofnað fjölda skóla starfsstétta, svo sem Prestaskóla,
Læknaskóla, Lagaskóla, Kennaraskóla og Hjúkrunarskóla, sem nú eru hluti
Háskóla Íslands auk fjölmargra deilda innan Háskólans eða við aðra háskóla sem
voru stofnaðar fyrir aðrar starfsstéttir.