Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 184
184
JONATHAN COLE
sókna við háskólana okkar. Þar sem rannsóknaháskólar urðu ekki til í
Bandaríkjunum fyrr en eftir borgarastríðið og höfðu ekki veruleg áhrif á
menntun fyrr en snemma á tuttugustu öld, hafa þessi tímabil haft afdrifa-
ríkari afleiðingar fyrir æðri menntun en fyrri tímabil af svipuðu tagi. Og
þar sem menntun er álitin mikilvægasta tækið við mótun bandarísks gild-
ismats hefur háskólasamfélagið á tuttugustu öld oft orðið skotmark skipu-
lagðra hópa sem hafa einsett sér að skerða frelsi á tímum þegar hætta
steðjar að þjóðinni.
Fyrri heimsstyrjöldin og rauða hættan
Eugene V. Debs nefndi Scott Nearing, prófessor við Pennsylvaníuháskóla,
„mesta kennara Bandaríkjanna“. Skoðun hans bergmálaði álit forseta Hag-
fræðideildar Wharton háskóla sem sagðist telja Nearing „óvenjulega hæfi-
leikaríkan mann, framúrskarandi vinsælan, og […] mestan siðferðilegan
máttarstólpa háskólans“.9 Nearing var einnig róttækur hugsuður sem
studdi sósíalískar hugmyndir og félög sósíalista. Tímasetning hans var ekki
eins góð og kennslan, að því er virðist. Stjórnendur, hollvinir og stjórn
háskólans kunnu ekki að meta afdráttarlausar skoðanir hans, sem settar
voru fram á sama tíma og æsingar blossuðu upp meðal þjóðarinnar um
átökin í Evrópu og hlutverk okkar í því stríði.
Stjórn Pennsylvaníuháskóla lét Scott Nearing vita af því í júlí 1915 að
þrátt fyrir meðmæli deildar fengi hann ekki endurráðningu árið eftir.
Samtök bandarískra háskólakennara tóku mál hans upp. Samtökin höfðu
verið stofnuð í þeim yfirlýsta tilgangi að „standa vörð um akademískt tján-
ingarfrelsi“ og málið varð eitt af fyrstu þekktu baráttumálum þess.10 En
mótmæli þeirra höfðu lítil raunveruleg áhrif.11 Randolph Bourne, fram-
9 Ellen W. Schrecker, No Ivory Tower: McCarthyism and the Universities (New York:
Oxford University Press, 1986), bls. 19. Bók Schrecker er besta heildarúttektin á
því hvernig kalda stríðið og McCarthyisminn fóru með háskólasamfélagið.
Greining Sigmund Diamond á tengslum njósnastofnana og leiðtoga háskólanna á
McCarthytímanum með áherslu á Ivy League háskólana er framúrskarandi en
beinist að afmörkuðum þætti: Compromised Campus: The Collaboration of Universities
with the Intelligence Community, 1945–1955 (New York: Oxford University Press,
1992).
10 „Alumni Roused by Nearing Case“, New York Times, 22. júní 1915, http://www.
brocku.ca/MeadProject/NYT/NYT/_1915_06_22.html.
11 Það vakti eftirtekt að leiðtogar AAUP, sem voru ný samtök háskóla og prófessora,
studdu ekki mál þeirra sem mótmæltu því að Bandaríkin blönduðu sér í stríðsað-
gerðir.