Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 69
69
HÁSKÓLABÓLA?
Á meistarastigi er þetta mynstur enn meira afgerandi, og vinsældir félags-
vísinda, viðskipta og lögfræði meðal íslenskra meistaranema eru óumdeil-
anlegar: Kennsluárið 1995–1996 voru 4 meistaragráður veittar á þessu
almenna sviði (tæp 7% af heildarfjölda), en árið 2007–2008 voru 462 gráð-
ur (tæp 63% allra MA/MSc-gráðna á Íslandi) veittar í félagsvísindum, við-
skiptum og lögfræði. Í því sambandi er hlutfallsleg aukning á vinsældum
félagsvísinda, viðskipta og lögfræði upp úr aldamótum merkileg. Sjá má
einskonar stökkbreytingu í fjölda útskrifaðra árið 2001–2002, sem þýðir að
tveimur árum fyrr ákvað u.þ.b. helmingur allra nýnema á meistarastigi að
skrá sig í félagsvísinda- eða viðskiptagreinar (meistaranám í lögfræði var
ekki í boði):
Mynd 4: Félagsvísindi, viðskipti og lögfræði, hlutfall af meistaragráðum 1995–
2008 (Hagstofa Íslands).
Eðlilega vaknar sú spurning hvort eitthvert sérkenni íslensks atvinnumark-
aðar hafi hvatt námsmenn til þess að þyrpast á frekar fá svið.4 Vaxtar-
kippurinn sem félagsvísindi, viðskipti og lögfræði tóku á meistarastigi um
4 Hvatar, til dæmis laun háskólamenntaðra og atvinnuleysi, hafa áhrif á eftirspurn
eftir háskólanámi ár frá ári. Slík stærri mynstur segja lítið um væntingar einstak-
linganna sjálfra, en þeim mun meira um það hvað þrýstir á þá sem hóp. Sjá t.d.
Peter Fredriksson, „Economic Incentives and the Demand for Higher Education“,
Scandinavian Journal of Economics 99: 1/1997, bls. 139; Stéphane Vincent-Lancrin,
„What is the Impact of Demography on Higher Education Systems? A Forward-
looking Approach for OECD Countries“, í Higher Education to 2030: Demography,
París: OECD Publishing, 2008, bls. 48.
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
Meistaragráður í félagsvísindum, viðskiptum og lögfræði,
prósentuhlutfall 1995-2008