Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 86
86
SvERRIR JAkObSSON
Hér er því um innbyggða togstreitu að ræða: Háskólar miðalda voru
sjálfstæðar valdastofnanir hvað varðaði stjórnun og rekstur, en útbreiðsla
þeirra varð hröð vegna þess að hugmyndafræðilegur grundvöllur þeirra
var einsleitur. Alls voru 87 háskólar stofnaðir í Evrópu fyrir 1500 en þeim
fjölgaði hægt eftir það. Öflugra ríkisvald og aukinn samruni ríkis og kirkju
var ekki hagstæður fyrir stofnun sjálfstæðra valdastofnana þar sem varð-
veisla þekkingar og leit að nýrri þekkingu var grundvallarmarkmiðið.
Umbylting háskóla á nítjándu öld
Breytt viðhorf til náttúruvísinda og tækni á sautjándu öld áttu sér frum-
kvöðla utan háskólanna sem lögðu litla rækt við slík fræði. Nikulás
Kópernikus, höfundur sólmiðjukenningarinnar, vann hjá kirkjunni, en
arftakar hans meðal stjarnvísindamanna, t.d. þeir Tycho Brahe og Jóhannes
Kepler, unnu hjá keisaranum. Í Hollandi og Bretlandi tóku sjálfstæð vís-
indafélög forystuna á sviði rannsókna í náttúruvísindum á síðari hluta
sautjándu aldar. ýmsar uppgötvanir vísindabyltingarinnar eiga líklega mun
meira að sækja til handverksmanna heldur en háskólamanna.19 Á sextándu
og sautjándu öld voru háskólarnir valdastofnanir sem sinntu eingöngu
þörfum ríkis og kirkju fyrir menntað vinnuafl. Breski sagnfræðingurinn
Christopher Hill orðar þetta hnyttilega: „Almennt var viðurkennt að meg-
inmarkmið háskólanna væri að framleiða sóknarpresta“.20 Þessi staðreynd
ætti ekki að koma á óvart ef litið er til upphaflegs tilgangs háskólanna og
hvernig þeir þróuðust í samhengi og samvinnu við veraldlegar og trúar-
legar valdastofnanir. Hlutverk þeirra var að mennta embættismenn fremur
en vísindamenn.
Það var ekki fyrr en á tíma Upplýsingarinnar að bera tók á alvarlegri
gagnrýni á háskólana á þessu sviði. Á síðari hluta átjándu aldar hélt skoski
hagfræðingurinn Adam Smith (1723–1790) því t.d. fram að „í háskólum
eru hvorki kennd þau vísindi sem slíkar félagsheildir eiga að kenna, né geta
æskumenn fundið neina leið til að láta kenna sér þau“.21 Þessu vildu hann
19 Sjá nánar Pamela Smith, The Body of the Artisan, Chicago, IL.: The University of
Chicago Press, 2004.
20 „The main function of the universities was generally agreed to be the production
of parsons.“ Christopher Hill, „The Radical Critics of Oxford and Cambridge in
the 1650s“, Universities in Politics. Case Studies from the Late Middle Ages and Early
Modern Period, ritstj. John W. Baldwin og Richard A. Goldthwaite, Baltimore og
London: John Hopkins Press, 1972, bls. 107–32, hér bls. 108.
21 „In the universities the youth neither are taught, nor always can find any proper