Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 177

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 177
177 AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR Það mega heita sjálfljós sannindi að frelsi er kjarni bandarísks háskólasamfélags. Enginn skyldi vanmeta hlutverk þeirra sem leið- beina ungu fólki og þjálfa það í lýðræðislegu samfélagi. Það er því lífsnauðsynlegt. Að setja hömlur á frelsi menntafrömuða háskólanna stofnar framtíð þjóðarinnar í hættu […] Fræðimennska blómstrar ekki í andrúmslofti tortryggni og vantrausts.1 Bandaríkin hafa byggt upp kerfi æðri menntunar sem er, þegar best lætur, fremst í heiminum. Þó hefur yfirburðastöðu þess verið ógnað oftar en einu sinni. Það er stutt síðan hætta steðjaði síðast að grunngildum frjálsra rann- sókna og akademísks frelsis en það var í tíð stjórnar George W. Bush árin eftir hryðjuverkaárásirnar 9. september 2001. Þótt full ástæða sé til að vona að háskólarnir nái sér aftur á strik á valdatíma Baracks Obama minn- ir vandinn sem við var að etja á fyrstu árum 21. aldarinnar okkur á að við getum ekki gengið að háskólum okkar sem gefnum. Í þessum kafla ætla ég að setja ógnanir við frjálsar rannsóknir á valdatíma George Bush í sögulegt samhengi. Frá 2000 til 2008, um hálfri öld eftir yfirheyrslur Þingnefndarinnar um óameríska starfsemi (Óamerísku nefndarinnar), um kommúnista í banda- rískum háskólum, fundu akademískir starfsmenn háskólanna aftur fyrir vax- andi menntaandúð. Þeir gátu í auknum mæli búist við pólitískum áhrifum utan frá á ákvarðanir innan háskólans. Árásir á háskólakennara, ásamt fleiri aðgerðum alríkisstjórnarinnar í nafni þjóðaröryggis, fólu ekkert annað í sér en nýja bylgju óþols og þöggunar, krafta sem hafa gert æðri menntastofn- unum erfitt að blómstra alltaf og allsstaðar, á McCarthytíma bilinu í Banda- ríkjunum rétt eins og á erfiðum tímabilum í öðrum löndum. Bandaríkin guldu það dýru verði á sjötta áratug síðustu aldar þegar leið- togar rannsóknaháskólanna brugðust nokkrum mestu vísinda- og fræði- mönnum sínum með því að verja þá ekki þegar á reyndi. Ef árás á frjálsar rannsóknir á borð við þá sem einkenndi tímabilið eftir 11. september 2001 héldi áfram lengur, eða gengi lengra, hefði það hörmulegar afleiðingar fyrir bandaríska háskóla. Háskólarnir eru nú háðari fjárstuðningi ríkisins en þeir 1 Sjá Sweezy gegn New Hampshire, 354 U.S. 234 (1957 at 250). Paul Sweezy var vel þekktur marxískur hagfræðingur sem kenndi við Háskólann í New Hampshire. Í málinu Slochower gegn Board of Education, 350 U.S. 551 (1956) komst hæsti- réttur einnig að þeirri niðurstöðu að þau lög í New York stönguðust á við stjórn- arskrána sem mæltu fyrir um brottrekstur þeirra borgarstarfsmanna (þar á meðal starfsmanna við æðri menntastofnanir) sem nýttu sér réttindi fimmta viðauka stjórnarskrárinnar til að komast hjá því að svara spurningum þingnefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.