Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 177
177
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
Það mega heita sjálfljós sannindi að frelsi er kjarni bandarísks
háskólasamfélags. Enginn skyldi vanmeta hlutverk þeirra sem leið-
beina ungu fólki og þjálfa það í lýðræðislegu samfélagi. Það er því
lífsnauðsynlegt. Að setja hömlur á frelsi menntafrömuða háskólanna
stofnar framtíð þjóðarinnar í hættu […] Fræðimennska blómstrar
ekki í andrúmslofti tortryggni og vantrausts.1
Bandaríkin hafa byggt upp kerfi æðri menntunar sem er, þegar best lætur,
fremst í heiminum. Þó hefur yfirburðastöðu þess verið ógnað oftar en einu
sinni. Það er stutt síðan hætta steðjaði síðast að grunngildum frjálsra rann-
sókna og akademísks frelsis en það var í tíð stjórnar George W. Bush árin
eftir hryðjuverkaárásirnar 9. september 2001. Þótt full ástæða sé til að
vona að háskólarnir nái sér aftur á strik á valdatíma Baracks Obama minn-
ir vandinn sem við var að etja á fyrstu árum 21. aldarinnar okkur á að við
getum ekki gengið að háskólum okkar sem gefnum. Í þessum kafla ætla ég
að setja ógnanir við frjálsar rannsóknir á valdatíma George Bush í sögulegt
samhengi.
Frá 2000 til 2008, um hálfri öld eftir yfirheyrslur Þingnefndarinnar um
óameríska starfsemi (Óamerísku nefndarinnar), um kommúnista í banda-
rískum háskólum, fundu akademískir starfsmenn háskólanna aftur fyrir vax-
andi menntaandúð. Þeir gátu í auknum mæli búist við pólitískum áhrifum
utan frá á ákvarðanir innan háskólans. Árásir á háskólakennara, ásamt fleiri
aðgerðum alríkisstjórnarinnar í nafni þjóðaröryggis, fólu ekkert annað í sér
en nýja bylgju óþols og þöggunar, krafta sem hafa gert æðri menntastofn-
unum erfitt að blómstra alltaf og allsstaðar, á McCarthytíma bilinu í Banda-
ríkjunum rétt eins og á erfiðum tímabilum í öðrum löndum.
Bandaríkin guldu það dýru verði á sjötta áratug síðustu aldar þegar leið-
togar rannsóknaháskólanna brugðust nokkrum mestu vísinda- og fræði-
mönnum sínum með því að verja þá ekki þegar á reyndi. Ef árás á frjálsar
rannsóknir á borð við þá sem einkenndi tímabilið eftir 11. september 2001
héldi áfram lengur, eða gengi lengra, hefði það hörmulegar afleiðingar fyrir
bandaríska háskóla. Háskólarnir eru nú háðari fjárstuðningi ríkisins en þeir
1 Sjá Sweezy gegn New Hampshire, 354 U.S. 234 (1957 at 250). Paul Sweezy var vel
þekktur marxískur hagfræðingur sem kenndi við Háskólann í New Hampshire. Í
málinu Slochower gegn Board of Education, 350 U.S. 551 (1956) komst hæsti-
réttur einnig að þeirri niðurstöðu að þau lög í New York stönguðust á við stjórn-
arskrána sem mæltu fyrir um brottrekstur þeirra borgarstarfsmanna (þar á meðal
starfsmanna við æðri menntastofnanir) sem nýttu sér réttindi fimmta viðauka
stjórnarskrárinnar til að komast hjá því að svara spurningum þingnefndar.