Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 6
6
alvarlega og löngu orðin hluti af þeim samfélagslegu sjónarmiðum sem
einstaklingar á hægri væng stjórnmálanna, rétt eins og þeim vinstri, rök-
ræða og tileinka sér, þótt árangur þeirrar umræðu sé sannast sagna ekki
mikill.
Eins og Guðni bendir á í grein sinni eru íslenskir hægrimenn ötulustu
andstæðingar fyrirbyggjandi aðgerða, en það hafa þeir verið um langt
skeið. Á árinu 2005 lofsöng hagfræðingurinn og frjálshyggjumaðurinn
Roger Bate4 framlag Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra 1991 til 2004, í
því að gera „lítið úr líkunum á hættulegum loftslagsbreytingum“ og sagði
að Davíð væri „kannski eini leiðtoginn í Evrópu sem hefur gert það, en
Davíð studdi Bush bak við tjöldin á nokkrum fundum í Evrópu þar sem
spurningar um veðurfar voru teknar fyrir“. Bate bætir við að afstaða
Davíðs til loftslagsbreytinga sé „óvenjuleg rétt eins og viðhorf hans til
efnahagsstjórnunar, sérstaklega í ljósi þess að græningjar og sósíalistar eru
fyrirferðarmiklir í landinu.“5 Davíð hefur á engan hátt endurskoðað
afstöðu sína þrátt fyrir þær viðamiklu rannsóknir í loftslagsvísindum sem
liggja fyrir og hefur Morgunblaðið í þessum efnum skapað sér sérstöðu
meðal íslenskra fjölmiðla með því að draga upp brenglaða mynd vísinda-
umræðunni og víkja frá sjónarmiðum hófstillingar.
Á síðustu dögum maímánaðar, þegar unnið var að því að búa Ritið til
prentunar birtust a.m.k. þrjár greinar sem gáfu ranga eða villandi mynd af
loftslagsvísindum á miðopnu Morgunblaðsins. Í leiðara blaðsins leggur höf-
undur að jöfnu dómsdagsspádóma ofsatrúarpredikarans Harolds Camping
sem spáði því eftir nákvæmar rannsóknir á heilagri ritningu að jörðin
myndi farast 21. maí 2011 og varnaðarorð vísindasamfélagsins um áhrif
losunar gróðurhúsalofttegunda, sem byggja á tugþúsundum mælanlegra
rannsóknarniðurstaðna. Leiðarahöfundurinn segir:
Í dag átti jörðin að farast eða fast að því samkvæmt spám sem all-
stór hópur manna virtist hafa lesið út úr helgum textum. Sumir
þessara túlkenda hafa reynt að koma þessum spám á framfæri,
4 Roger Bate er höfundur ýmissa bóka sem ætlað er að grafa undan ráðandi kenn-
ingum í loftslagsvísindum. Þær eru: Global Warming: Apocalypse or Hot Air? (1994),
Political Economy of Climate Change Science: A Discernable Human Influence on
Climate Documents (1996), Global Warming: The Continuing Debate (1998) og What
Risk?: Science, Politics & Public Health (1998).
5 Roger Bate, „Can Iceland Be a Bridge over the Atlantic?“, þýð. Guðni Elísson.
American Enterprise Institute, 15. desember, 2005. Sjá: http:/www.aei.org/publica-
tions/pubID.23584, filter.all/pub-detail.asp [sótt 1. júní 2011].
GUÐNI ELÍSSON OG JÓN ÓLAFSSON