Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 182

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 182
182 JONATHAN COLE Getum við lært af fortíð okkar? Raunverulegar afleiðingar McCarthytímabilsins voru miklu djúpstæðari fyrir bandaríska háskólakennara heldur en afleiðingarnar af stríði Bush- stjórnarinnar gegn hryðjuverkum. Á McCarthytímabilinu litu sumir þingmenn og fulltrúar alríkislögreglunnar FBI svo á að háskólarnir væru griðastaðir kommúnista, fyrrverandi kommúnista, „samferðamanna“ og róttækra stúdenta. Fólk við bestu háskólana sem neitaði að „nefna nöfn“ í „nornaveiðum“ sjötta áratugarins galt það dýru verði með því að ferill þess, jafnvel líf þess, var lagt í rúst. Við höfum ekki upplifað ofsóknir af þessu tagi, gegn málfrelsi eða félagslegum tengslum eftir aldamótin. Við höfum ekki þurft að þola það tjón – í formi glataðra rannsóknatækifæra, ömurlegs starfsanda eða ótta – sem náði hámarki á McCarthytímabilinu. En þessar staðreyndir ættu ekki að veita okkur of mikla ró. Eins og rætt verður síðar höfðu margar aðgerðir stjórnvalda eftir september 2001 sem skertu borgaralegt frelsi og þegnréttindi veruleg áhrif á gildismat og starfsemi rannsóknaháskólanna. Nýjar tegundir stjórnvaldsafskipta urðu til á árum Bushstjórnarinnar. Við getum öll dregið lærdóm af fortíðinni, þar á meðal nýliðnum tímum. Og það er margt sem við getum lært. Bandaríkjamenn hafa reglulega, á tímum raunverulegs eða ímyndaðs hættuástands, verið beðnir um að hug- leiða eðlilegt jafnvægi á milli einstaklingsréttinda og þjóðaröryggis. Lögin um óvinveitta útlendinga og hvatningu til uppreisnar frá 1798, lögin um habeas corpus sem Lincoln forseti nam úr gildi í borgarastríðinu, lög um njósnir frá 1917, fangelsun Bandaríkjamanna af japönskum uppruna eftir árásina á Pearl Harbor og Smith-Carren lögin sem sett voru á McCarthy- tímanum: Allt svipti þetta Bandaríkjamenn (eða suma Bandaríkjamenn) grundvallarborgararéttindum í þeirri viðleitni að tryggja þjóðaröryggi. Í öllum tilfellum fór það hins vegar svo að frelsissvipting, sem virtist nauð- synleg þegar ákvörðun var tekin, var þegar frá leið augljóslega yfirdrifin og óþörf, jafnvel tilgangslaus með öllu – tilefni til eftirsjár og þjóðarskammar. Í nýlegu ávarpi sínu til Hæstaréttar Bandaríkjanna komst Geoffrey Stone, stjórnskipunarlögfræðingur og fyrrverandi aðstoðarrektor Chicago háskóla að þeirri niðurstöðu að „á stríðstímum, eða, með nákvæmara orðalagi, þegar þjóðaröryggi er í hættu, takmörkum við borgararéttindi af of mikilli hörku, og svo, síðar meir, sjáum við eftir hegðun okkar“.7 7 Geoffrey R. Stone. „Civil Liberties in Wartime,“ Journal of Supreme Court History 28, no. 3 (2003), bls. 215–251, bls. 215.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.