Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 17
AF VEIKUM MæTTI
17
lögin um nefndina eru skoðuð. Þar virðist helsta markmiðið vera að stað-
festa það sem viðkomandi kona vann sér til saka og sem allir vita: að hér
hafi átt sér stað eftirlitslítil útþensla viðskiptavalds í samvinnu við stjórn-
mála- og embættismannavaldið.20 Rofið táknar hins vegar mun meira.
Ábyrgðin liggur víða, þar á meðal í háskólasamfélaginu. Það getur ekki
verið á valdi örfárra sérfræðinga, tveggja embættismanna og eins háskóla-
kennara, að setjast í dómarasæti um hrunið eða setja fram opinbera skýr-
ingu (sannleika) á því. Vitaskuld nutu þau aðstoðar annarra, þar á meðal
háskólafólks, en þau bera ábyrgð á efni skýrslunnar. Hér voru engar opin-
berar vitnaleiðslur og engar tilraunir gerðar til að fá almenning til þátt-
töku í svonefndu uppgjöri með því að efna til samfélagslegrar samræðu í
víðum skilningi. Með þessari nálgun er hættan sú að verið sé að loka á eitt-
hvað, að afgreiða þessi þáttaskil í eitt skipti fyrir öll, svo að stjórnmálastétt-
in geti snúið sér að tuggunni um nauðsyn þess að hefja, eða hefja á nýjan
leik, „endurreisnina“ í stað þess að fram fari róttæk gagnrýni í formi af-
byggingar. Stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafa keppst við að vísa í skýrsl-
una til að fella siðferðisdóma um fortíðina án þess að setja fram skýra hug-
myndafræðilega framtíðarsýn á grundvelli þeirrar reynslu sem þar er lýst.
Vissulega má segja að tillagan um stjórnlagaþingið hafi átt að leggja grunn
að nýjum samfélagssáttmála. Hér var um að ræða tilraun ráðamanna til að
bregðast við „fortíðarvanda“ og kalli um lýðræðisumbætur á pólitísku
breytingaskeiði. En burtséð frá framkvæmdinni er óljóst hvort stjórnlaga-
ráðið muni gegna sameiningarhlutverki; það kann að verða staður þögg-
unar í stað endurnýjunar. Þótt tillagan vísi til framtíðar – og sé í þeim
skilningi jákvæð – gengur hún ekki út á hugmyndafræðilegt uppgjör við
fortíðina.21
Háskólasamfélagið sem skilyrðislaus vettvangur
Háskólasamfélagið verður að skilgreina sig út frá hegðun sinni, sjálfs-
myndum og gildum. Eins og Pierre Bourdieu benti á er hlutverk mennta-
manna ekki aðeins að beita sérfræðiþekkingu sinni heldur að taka afstöðu
óháð sérfræðisviði sínu.22 Sjálfsmyndin er þannig byggð á afskiptum af
20 Sjá „Rannsóknarnefnd Alþingis – lög um nefndina“, http://www.althingi.is/altext/
stjt/2008.142.html (sótt 10. febrúar 2011).
21 „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis“, 12. apríl 2010, http://rna.althingi.is (sótt
10. febrúar 2011).
22 Pierre Bourdieu, „The Corporatism of the Universal: The Role of Intellectuals in
the Modern World“, Telos, 81: haust/1981, bls. 99.