Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 193
193
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
greining gæti átt við áður en til ráðningar kæmi.31 Í stuttu máli gátu
kommúnistar eða þeir sem voru vinsamlegir í þeirra garð átt von á því að
verða reknir úr starfi vegna pólitískrar afstöðu sinnar. Tilskipun Trumans
hafði bylgjuáhrif, kom því af stað að ríki, félagasamtök og stofnanir tóku
upp hollustueiða sem notaðir voru til að reka alla þá sem töldust hafa var-
hugaverðar hugmyndir eða tengsl sem gáfu ótryggð til kynna. Allt leiddi
þetta til greinarinnar í McCarranlögunum 1950. Óameríska nefndin, sem
nýlega hafði verið efld, byrjaði að yfirheyra kommúnista í skemmtana-
bransanum. Sýnilegast var það í kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood og
leiddi til „tímenninganna í Hollywood“ í október 1947. Tímenningarnir í
Hollywood voru tíu rithöfundar og forstjórar í Hollywood sem neituðu að
bera vitni og héldu því fram að yfirheyrslurnar væru brot á stjórnarskrár-
bundnum réttindum. Þeir voru fangelsaðir, settir á svartan lista og útilok-
aðir frá verkefnum í skemmtanaiðnaðinum.32
31 Schrecker, No Ivory Tower, bls. 5.
32 Tímenningarnir í Hollywood sem nú eru orðnir frægir voru Alvah Bessie, Herbert
Biberman, Lester Cole, Edward Dmytryk, Ring Lardner, Jr., John Howard
Lawson, Albert Maltz, Samuel Ornitz, Adrian Scott og Dalton Trumbo. Til að sjá
stutta lýsingu á verkum tímenninganna í Hollywood sjá http://www.lib.berkeley.
edu/MRC/blacklist.html. Þessum tíu var snarlega vísað frá yfirheyrslum þingsins,
þeir svo ákærðir, sakfelldir og settir í fangelsi fyrir að óvirða Bandaríkjaþing. Allir
voru þeir látnir sæta heils árs fangavist. Skömmu eftir það var farið að búa til svarta
lista í kvikmyndaiðnaðinum, útvarpi og sjónvarpi til að hreinsa út alla vinstrisinna
úr skemmtanaiðnaðinum. Red Channels var líklega sá svívirðilegasti af svörtu list-
unum. Vegna þess hversu mikið hann var notaður, t.d. af auglýsendum sem neit-
uðu að styðja sýningar sem voru með leikara, höfunda, stjórnendur og framleið-
endur af svörtum listum, var þetta fólk í raun svipt atvinnu sinni. Útilokun leikara,
rithöfunda, leikstjóra og framleiðenda úr skemmtanaiðnaðinum var ekki bundin
við Hollywood. Svipaðar hreinsanir áttu sér stað í New York þar sem svartir listar
voru notaðir til að neita öllum þeim um vinnu sem settir höfðu verið á Rauðu rás
irnar eða aðra svarta lista sem kommúnistar, fyrrverandi kommúnistar eða hugs-
anlegir undirróðursmenn. Red Channels: The Report of Communist Influence in Radio
and Television var gefin út af hægri sinnaða tímaritinu Counterattack í júní 1950. Þar
var að finna 151 nafn leikara, rithöfunda, útvarpsmanna, tónlistarmanna og ann-
arra sem sagðir voru í tengslum við kommúnista. Í formála skýrslunnar segir:
„Nokkrir þeirra sjónvarpsþátta sem fyrirtæki styðja með fjárframlögum eru not-
aðir til að viðra ýmis málefni sem þeir hafa sérstakan áhuga á svo sem: ,akademískt
frelsi,‘ ,borgaraleg réttindi,‘ ,friður,‘ ,vetnissprengjan‘, o.s.frv. Nú, þegar útvarps-
tæki eru á flestum heimilum í Bandaríkjunum og um fimm milljónir sjónvarps-
tækja eru í notkun, treysta Cominform og kommúnistaflokkurinn meira á útvarp
og sjónvarp en dagblöð og kvikmyndir sem ,færiband‘ til að miðla sovéskum áróðri
til bandarísks almennings.“ Auglýsingafyrirtæki gerðu þessa svörtu lista að biblíu
sinni, vitnuðu til þeirra og skoðuðu nákvæmlega þá einstaklinga sem tengdust