Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 220

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 220
220 JONATHAN COLE földu ábyrgð sinni að standa fyrir rökræðum um hugsanlega umdeild efni sem þeir hafa kunnáttu og sérfræðiþekkingu á. En viðurlögin koma ekki alltaf frá utanaðkomandi aðilum eða jafnvel frá háskólastjórnum og íhalds- sömum stúdentahópum. Eins og heimspekingurinn Akeel Bilgrami frá Columbia háskóla hefur bent á er akademísk kreddufesta líka ógnun við akademískt frelsi. Kreddufesta ógnar akademísku frelsi þegar voldugir meðlimir háskóladeildar „treysta svo stoðirnar undir eigin umræðu ramma að ekki er einu sinni gert ráð fyrir öðrum rannsóknaforsendum, öðrum leiðum til þess að nálgast sannleikann.“70 Í stuttu máli er mögulegt fyrir háskólakennara að útiloka frá umræðunni á kerfisbundinn hátt sjónarmið þeirra sem ganga gegn helstu kennisetningum viðkomandi fræðigreinar og beita þar akademískum krafti fræðasviðsins; með öðrum orðum verða önnur sjónarmið að vitsmunalegri ógnun vegna þess að þeir sem aðhyllast þau gætu, ef þeir fengju tækifæri, sett fram mótrök og andmæli og hrakið með þeim hefðbundnar staðhæfingar.71 Ég hef haldið því fram að í háskólum sé tekið við róttækum og jafnvel særandi hugmyndum vegna þess að á sama tíma fylgjum við ströngum stöðlum þegar verið er að ákveða vægi sannleiksfullyrðinga. En ef fræðileg efahyggja er stundum látin víkja vegna hugleysis eða vægðarleysis önd- verðra sjónarmiða, kemur það niður á þeim leiðum sem háskólarnir hafa til að tryggja gæði rannsókna. Til þess að flækja málin enn meira hafa mis- munandi fræðasvið þróað ólíkar aðferðir eða stranga gæðastaðla til þess að meta hugmyndir og niðurstöður rannsókna. Ég hef varið réttinn til akademísks frelsis í samfélagi fræðimanna. En hvaða rétt – ef nokkurn – hefur stúdent til tjáningarfrelsis gagnvart pró- fessor sínum? Tilurð hópa eins og Stúdenta fyrir akademísku frelsi vekur upp þessa mikilvægu spurningu. Stúdentar hafa rétt – reyndar skyldu – til að blanda sér í almenna umræðu í háskólasamfélaginu. Þeir eiga rétt á að tjá sig um hugmyndir sínar af krafti í kennslustofunni og vera á móti sjón- 70 Akeel Bilgrami segir þetta í ritgerð um akademískt frelsi sem hann skrifaði fyrir ráðstefnu um það efni í New School for Social Research, 2008. 71 Þetta gerist oftar en fræðimenn og vísindamenn kæra sig um að viðurkenna. Samt sem áður er mjó lína milli útilokunar af góðum ástæðum og útilokunar af slæmum ástæðum. Gagnkröfurnar eða hugmyndirnar skortir kannski nægilegar sannanir til að þær verði teknar með í umræðuna eða þær gætu verið ótímabærar og ekki nægar upplýsingar til að svo sé hægt að skilja þær til fullnustu eða setja í það sam- hengi að hægt sé að ræða þær almennilega. Báðar ástæðurnar nægja til að útiloka efni. Fylgjendur sköpunarkenningarinnar falla inn í fyrrtalda hópinn – það eru ekki til nægar vísindalegar sannanir svo hægt sé að ræða hana sem valkost við þróunarkenningu Darwins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.