Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 16
16
IRMA ERLINGSDÓTTIR
útrásinni og þeirra sem tóku þátt í henni og gáleysis af hálfu stofnana sem
höfðu með höndum eftirlit með kerfinu.14 Með slíkum þöggunartilraun-
um var ekki aðeins verið að viðhalda þeirri blekkingu sem viðgekkst allt
árið 2008 – að það mætti ekki tala opinberlega um spillinguna í viðskipta-
lífinu vegna þess að það skaðaði hagsmuni heildarinnar – heldur einnig að
vega að samfélagsábyrgð háskóla. Þetta mál snerist um réttinn til að tjá sig
um samfélagsástand.15 Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var vissulega
gagnrýnni en búist hafði verið við. Hins vegar var greiningin á birtingar-
myndum valdakerfisins yfirborðsleg, ekki síst þegar forræði karla var sett í
samhengi við þau gildi sem einkenndu útrásartímabilið eins og einstak-
lingshyggju, gróðafíkn, samkeppni og áhættusækni. Helst var minnst á
hina karllægu orðræðu í tengslum við ræður forsetans, þar sem hann
dásamaði útrásina með því að vísa til eðlislægra þjóðernisgilda eins og
athafnaanda, frumkvöðulsvilja, framtakssemi og vinnusemi.16 Það hefði
þurft að kafa mun dýpra í samfélagsgerðina til að gera kynjamyndir hruns-
ins miðlægar.17 Annað dæmi þöggunar birtist vorið 2010 þegar formaður
stjórnmálaflokks taldi brýnt að reka útlenda háskólakonu úr peninga-
stefnunefnd fyrir óþjóðhollustu.18 Og þess er skemmst að minnast þegar
hagsmunaöfl reyndu að svipta Evu Joly áhrifum sínum og hlutverki í rann-
sókn bankahrunsins.19 Konurnar þrjár áttu það allar sammerkt að vera
utanaðkomandi og ekki innvígðar í íslenskt embættismanna- og sérfræð-
ingakerfi. Þær voru því einnig gerðar að skotspæni fyrir að vera „framandi
konur“.
Þöggunarmál rannsóknarnefndar virðast enn fjarstæðukenndari þegar
14 „Jón Daníelsson hagfræðingur: Hart var lagt að Sigríði að víkja úr rannsóknar-
nefndinni“, Eyjan, 11. júní 2009 (sótt 10. febrúar 2011).
15 Ummælin beindust ekki að einstaklingum og höfðu engin áhrif á réttarstöðu. Þeir
einstaklingar sem nefndin kallaði fyrir gátu neitað að svara spurningum sem hugs-
anlega gátu tengt þá við ólöglegt athæfi auk þess sem ekki má nota vitnisburð
þeirra gegn þeim í sakamálum.
16 Sjá viðauka um siðferði og starfshætti bankanna í „Skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis“, 12. apríl 2010, http://rna.althingi.is (sótt 10. febrúar 2011).
17 Eina tilraunin til slíkrar greiningar út frá kynjafræðilegum sjónarhóli var gerð
síðar eða í fylgiskjali við „Skýrslu þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis“ sem kom út í september 2010, http://www.althingi.is/
altext/138/s/1501.html (sótt 10. febrúar 2011).
18 „Sigmundur Davíð vill að Jóhanna reki Anne Sibert úr peningastefnunefnd
Seðlabankans,“ Eyjan, 26. febrúar 2010 (sótt 10. febrúar 2011).
19 Sjá t.d. grein Sigurðar G. Guðjónssonar, „She ain’t a Jol(l)y good fellow“, Pressan,
16. júlí 2009 (sótt 10. febrúar 2011).