Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 108
108
GuðNI ELíSSON
að mestu farið fram, en það væri efni í heila bók að flokka þær nákvæmlega.
Hér má þó tína til rök eins og: Loftslagsbreytingar eru náttúrulegar, við
vitum í raun og veru ekki hvað er að gerast, koltvísýringur veldur ekki
hlýnun, þetta er sólin, o.s.frv. Hér verður ekki farið í saumana á þeirri
umræðu, en þó er rétt að nefna nokkra erlenda og innlenda vefi sem helg-
aðir hafa verið hinum fjölmörgu ágöllum í ,vísindarökum‘ gegn veðurfars-
hlýnun af mannavöldum, s.s. Skeptical Science, „How to Talk to a Climate
Skeptic“ og íslensku síðuna Loftslag.is.37 Af lestri þeirra og fjölmargra vís-
indagreina sem þar er vísað í, má sjá að oftast stendur ekki steinn yfir steini
í vísindarökfærslum efasemdarmanna.
Þær oft og tíðum ófyrirleitnu aðferðir sem notaðar eru til þess að grafa
undan vísindalega rökstuddum sjónarmiðum í nafni efahyggju hafa leitt til
þess að ýmsir gagnrýnenda loftslagsrannsókna sem lengst hafa gengið í
,vísindarökræðu‘ hafa verið skilgreindir sem afneitunarsinnar. Í grein eftir
Michael Shermer, „Lifað í afneitun: Þegar efasemdarmaður er ekki efa-
semdarmaður“, sem birtist í New Scientist spyr hann sig hver sé munurinn
á efasemdarmanni og afneitunarsinna? Svo segir hann í þýðingu Sveins
Atla Gunnarssonar:
Þegar ég kalla sjálfan mig efasemdarmann, þá á ég við að ég noti vís-
indalega nálgun til að leggja mat á rökin. T.d. mun efasemdamaður um
loftslagsmál, skoða hverja staðhæfingu fyrir sig og varfærnislega skoða
rökin og er tilbúinn að fylgja staðreyndunum þangað sem þær leiða
hann.
Sá sem afneitar loftslagsvísindunum, er með fyrirfram ákveðnar
skoðanir og fer í gegnum gögnin með notkun „hlutdrægrar staðfest-
ingar“ – sem er hneigðin til að leita að og finna gögn sem staðfesta fyr-
irfram ákveðnar skoðanir og vísa öðru á bug.38
„Hvað varð um hnattrænu hlýnunina?“, 26. apríl 2010: jonmagnusson.blog.is/
blog/jonmagnusson/entry/1047615/ [sótt 18. febrúar 2011].
37 Sceptical Science: Getting skeptical about global warming skepticims: http://www.skepti-
calscience.com/; „How to Talk to a Climate Skeptic: Response to the most com-
mon skeptical arguments on global warming“, á vef Grist Magazine: http://www.
grist.org/article/series/skeptics/; og Loftslag.is: http://www.loftslag.is/ [allt sótt 18.
júní 2010]. Einnig má nefna bók Halldórs Björnssonar Gróðurhúsaáhrif og loftslags
breytingar, en hún fjallar um vísindin sem búa að baki kenningunni um loftslags-
hlýnun af mannavöldum (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2008).
38 Sjá ágæta samantekt á Loftslag.is: „Efasemdir eða afneitun“, 21. maí 2010, þýð.
Sveinn Atli Gunnarsson: http://www.loftslag.is/?p=7603. Nánar í Michael Shermer:
„Living in denial: When a sceptic isn’t a sceptic“, New Scientist 206/2760 15. maí