Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 155
155
SKRIF VIÐ NÚLLPUNKT
myrkur pyttur þar sem sást ekki til sólar, og upp frá því voru allir
hungraðir, þreyttir og sorgmæddir í myrkrinu. (bls. 39)
Myndin er sláandi hvort sem þarna er á táknrænan hátt vísað til efnahags-
hrunsins á Íslandi (íslenska „maðkafólkið“ í blindu reiptogi græðginnar)
eða hvort gagnrýnin sé almennari og beinist að neyslusamfélaginu og
ósjálfbærni þess. Halarófan verður eins konar framlenging af hryggleys-
ingjanum og maðkurinn sjálfur öfugur Babelsturn, rétt eins og í Biblíu-
sögunni kallar óhóflegur „metnaður“ tortímingu yfir samfélagið. Þá er
maðkurinn einnig hin póststrúktúralíska merkingarkeðja sem aldrei sér
fyrir endann á, sama hversu lengi maður þræðir sig eftir henni. En maðk-
urinn, bæði endalaus að lengd og uppfylling jarðar, minnir ekki aðeins á
maðkinn sem Benni sleit í sundur heldur einnig á „rana“ borpallsins og
tómarúmið undir pallinum kallast á við endalok táknsögu Martins.
Hér er einnig vísað til óhugnanlegrar sögu sem John segir þeim Benna
og Ellu skömmu eftir að hann kemur á borpallinn. Kvöld eitt nokkru eftir
hamfarirnar sá John fíl á rangli um stræti borgarinnar. „Fíllinn kjagaði
veiklulega eftir götunni […] Undir húðinni, sem hékk eins og kæfandi
teppi yfir þjáningu þessarar skepnu, sá ég glitta í beinin, og hryggurinn var
svo sveigður að hann virtist í þann mund að brotna“ (bls. 232). Hvort sem
um var að ræða dýr sem sloppið hafði úr dýragarði eða ímyndun Johns þá
er yfir þessum atburði súrrealískur og harmrænn bragur. Bæði eru þau
týnd, maðurinn og dýrið, einu eftirlifendur hamfara. Fáránleiki tilvistar-
innar og undangenginna atburða gæti ekki verið skýrari en þar sem þau
horfast í augu í tómri borginni. Skyndilega tók fíllinn hins vegar viðbragð,
og færði:
afturfæturna svolítið í sundur, hnykkti um leið til framhlutanum
þannig að raninn sveiflaðist aftur með búknum, greip honum um
dindilinn ofan við rassinn, en fálmaði sig svo þaðan á kaf í svarta
holu rassgatsins, sem opnaðist um leið og raninn kom að því […]
þarna stóð fíllinn með ranann á kafi í sjálfum sér, lág soghljóð bárust
frá rananum og eitthvað virtist streyma upp eftir honum og inn um
andlit fílsins. Augu hans horfðu tómlega fram fyrir sig og mér fannst
eins og þau tækju að sökkva, raunar var eins og fíllinn allur byrjaði
að sökkva inn í sjálfan sig, hryggurinn sveigðist enn meira mót jörðu
fæturnir titruðu, hnén bognuðu og hann lét sig síga í götuna, en
alltaf hélt hann áfram að sjúga úr rassinum á sér. (bls. 232–233)