Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 31
RÓTTæKUR HÁSKÓLI – TVÍRæÐUR HÁSKÓLI
31
slíka heldur á „hagvaxtarsamfélagið“ þar sem tilhneigingin er sú að mæla
gagnsemi í beinum áhrifum á hagvöxt. Næsta skref hennar er því að stilla
upp valkosti eða hugsjón menntunar. Þessi hugsjón birtist í stórum drátt-
um í því skipulagi grunnháskólamenntunar sem varð til í Bandaríkjunum
eftir borgarastríðið á nítjándu öld. Þar byggir háskólamenntun á breiðum
grunni húmanískra greina, í bland við grundvallargreinar náttúruvísinda,
sem þýðir að allir þeir sem stunda háskólanám sitt við venjulegan banda-
rískan háskóla kynnast fræðigreinum hugvísinda og þeim hugsunarhætti
sem gagnrýnin, sjálfstæð og skapandi hugsun byggir á. Þetta líkan háskóla-
menntunar, sem kennt er við „frjálsar listir“ (e. Liberal Arts) eftir gamalli
hefð, á hinsvegar undir högg að sækja á tímum síaukinnar kröfu um skýr
markmið, skilvirka þjálfun og mælanlegan árangur nemenda á vinnumark-
aði strax að námi loknu.9
Samfélagsþrýstingurinn á háskóla beinir þeim frá húmanískum grein-
um, og þegar betur er að gáð líka frá raunvísindum og yfirleitt þeim grein-
um sem ekki virðast hagnýtar í eðli sínu. Þannig má segja að reyni á gildi
háskólasamfélagsins og á varnarstöðu þess um frjálsar rannsóknir. Á end-
anum snýst þetta nefnilega um fjármögnun. Hún er háð áhuga samfélags-
ins í víðum skilningi. Það er ljóst að sé það almenn eða útbreidd skoðun að
tilteknar greinar séu lítils virði, hálfgert skraut eða lúxus í menntun sem
snýst um eitthvað allt annað en þær, þá nær þetta viðhorf fyrr eða síðar inn
í háskólasamfélagið sjálft, sé ekkert að gert, og með því riðlast sú skipan
námsgreina og námsbrauta sem einkennt hefur háskólamenntun um langt
skeið. Til að breyta því and-mennta viðhorfi sem Nussbaum lýsir þarf því
virka baráttu til að sýna fram á gildi húmanískrar menntunar. Klassísk
háskólamenntun þarf að vera leið til þroska í flóknu samfélagi. Það dugir
ekki að hún sé forvitnilegur en gagnslaus viðauki við hversdagslega
reynslu. Vandinn er hinsvegar sá að slík barátta er ekki háð, og áherslan á
bein tengsl menntunar og hagvaxtar virðist eiga allan hug ráðamanna.
Nussbaum bendir á að núverandi Bandaríkjaforseti gefi stöðugt yfirlýs-
ingar um mikilvægi skýrra og vel útfærðra markmiða háskólamenntunar. Í
hans augum birtast gæði háskóla í skilvirkni við að mennta einstaklinga
sem kunni það sem þeir eiga að kunna en hafi ekki sóað tíma sínum í eitt-
hvað annað.10
9 Það er rétt að taka fram að Liberal Arts líkanið byggir ekki síður á raunvísindum
en hugvísindum. ætlast er til að nemendur ljúki tilteknu lágmarki, jafnt í hugvís-
inda- og raunvísindagreinum.
10 Martha Nussbaum, Not for Profit, bls. 137.