Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 186
186
JONATHAN COLE
ugum velgjörðamönnum góðum, varð til þess að einstaklingsréttindum
var ýtt til hliðar.
Staðreyndin var sú að á tímum heimsstyrjaldarinnar fyrri máttu há skóla-
deildir búa við samskonar takmarkanir á málfrelsi og allir aðrir í Banda-
ríkjunum, og fáir höfðu getu, innra skipulag eða vilja til að verja andóf.
Íhaldssamir dómarar réðu ríkjum í réttarkerfinu, ríkissaksóknari studdi ekki
andóf, og almenningsálitið endurspeglaði óttann sem grafið hafði um sig í
þjóðfélaginu. Eins og Geoffrey Stone sagði, „eftir öfgarnar í kringum fyrri
heimsstyrjöldina fór víðari skilningur á málfrelsi að birtast […] hvergi var
þetta augljósara en í Hæstarétti.“15 Sérkennileg kaldhæðni birtist í því að
fyrstu skrefin í átt að víðari skilgreiningu á því málfrelsi sem nyti verndar
og mótmælum sem skyldi umbera voru tekin í beinu framhaldi af tímabili
óþols sem Hæstiréttur studdi með ákvörðunum sínum (þar á meðal voru
úrskurðir sem staðfestu dóma gegn hinum örfáu andófsmönnum sem
höfðu brotið gegn lögum um njósnir og um áróður gegn yfirvöldum).
Oliver Wendell Holmes Jr. hóf þessa þróun með áliti sínu í dómum
Hæstaréttar í máli Schenks gegn Bandaríkjunum16 og Abrams gegn Banda
ríkjunum17 og síðar í séráliti sínu gegn Louis Brandeis dómara í máli Git-
lows gegn New York.18
Hafi stjórnvöld gengið of langt í því að bæla niður andóf í stríðinu,
þegar litið er til hættunnar sem raunverulega var fyrir hendi innan
Bandaríkjanna, þá leiddu eftirmálar stríðsins til þess að jafnvel enn stórkost-
legri hömlur voru settar á andóf. Óttinn við marx-leníníska hugmyndafræði,
við útbreiðslu kommúnismans í Evrópu þar sem byltingar brutust út hver af
annarri, við anarkista og samsæri innanlands gegn stjórnvöldum minnkaði
ekki með lokum stríðsins. Eftir 1919, árið sem úrskurðirnir voru felldir í
málum Schenks og Abrams, komu „Palmer aðgerðirnar“ sem skipulagðar
voru af ríkissaksóknaranum, A. Mitchell Palmer. Nýútskrifaður lögfræðing-
ur úr lagaskóla George Washington háskóla, J. Edgar Hoover, annaðist þær.
Hoover brýndi tennurnar í tilraunum Palmers til að losa þjóðina við mögu-
lega undirróðursmenn og næstu fimmtíu ár beitti FBI ýmiss konar meðulum
til að svæla út þá sem hann taldi ógn þjóðinni með undirróðursstarfsemi.19
15 Stone, Perilous Times, bls. 236–237.
16 Schenk gegn United States, 249 U.S. 47 (1919).
17 Abrams gegn United States, 250 U.S. 616 (1919).
18 Gitlow gegn New York, 268 U.S. 652 (1925).
19 Eftir að Hoover gekk til liðs við Dómsmálaráðuneytið árið 1917, starfaði hann
fyrir Deild um málefni óvinveittra útlendinga, en síðar stýrði hann undirdeild