Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 33
33
RÓTTæKUR HÁSKÓLI – TVÍRæÐUR HÁSKÓLI
hinum vestræna heimi. Þessi stefnubreyting krefst þess að ráðamenn og
valdamiklir aðilar séu sannfærðir um þörfina á slíkri breytingu. Aðferðin
sem Nussbaum beitir er að reyna að sýna fram á að húmanískar greinar séu
nauðsynlegur hluti háskólamenntunar vegna þess að þær séu undirstaða
lýðræðis. Menntun sem rúin sé þeirri þekkingu og þeirri tegund hugsunar
sem húmanísk fræði byggja á, sé ekki raunveruleg menntun. Það sem
meira er, hún sé lítils virði sem sérhæfð þjálfun miðli hún ekki dýpri skiln-
ingi á mannlegu atferli, menningarlegum mismun og samsemd, sögu, bók-
menntum og heimspeki. Slíkt er nauðsynlegt eigi hún að skila árangri til
lengri tíma. Með því að skera slíkar greinar niður í námsskrám háskólanna
eru skammtímahagsmunir teknir fram yfir langtímahagsmuni. Húmanísk
fræði eru undirstaða þeirrar menntunar sem gerir mannúðlegt, lýðræðis-
legt og réttlátt samfélag mögulegt. Með því að draga úr þeim eða fella þau
niður er samfélaginu stefnt í voða þegar til lengri tíma er litið.13
Þó að almennt sé auðvelt að fallast á röksemdir Nussbaum kunna leið-
irnar sem hún stingur upp á að vekja efasemdir. Þegar Nussbaum ver
klassísk menntagildi og reynir að sýna fram á mikilvægi húmanískra greina
byggir hún á hugmynd um fortíðina, fornöldina nánar tiltekið, eins og hún
geti verið óumdeild uppspretta gilda fyrir samtímann. Heimspeki forn-
grikkja og stofnanir hinnar lýðræðislegu Aþenu séu sú fyrirmynd sem
nútímasamfélag ætti að byggja á. Þessi skilyrðislausa fortíðarupphafning
dregur úr styrk raka hennar og rýrir trúverðugleika „yfirlýsingarinnar“ (e.
manifesto) en með því hugtaki lýsir hún riti sínu. Næstum því bernsk hug-
mynd um aþenskt lýðræði í kafla sem ber yfirskriftina sókratísk kennslu-
fræði dregur jafnframt tennurnar úr málflutningi hennar. Hún skrifar:
Hugsum um aþenskt lýðræði sem Sókrates ólst upp í. Stofnanir þess
voru aðdáunarverðar að mörgu leyti og sköpuðu öllum borgurum
vettvang til að rökræða málefni sem vörðuðu almannahag. Raunar
var gerð krafa um þátttöku þeirra við atkvæðagreiðslur og um setu í
kviðdómum. Í Aþenu var gengið miklu lengra í átt að beinu lýðræði
en í nokkru nútímasamfélagi þar sem öll embætti, nema embætti
æðsta yfirmanns hersins, voru veitt með hlutkesti.14
Þannig verður aþenskt lýðræði, og þó sérstaklega sú hefð skynsamlegrar
rökræðu sem Sókrates og sókratísk aðferð standa fyrir, að hinu eina sanna
viðmiði mennta- og lýðræðishugsjóna.
13 Martha Nussbaum, Not for Profit, bls. 143.
14 Martha Nussbaum, Not for Profit, bls. 48.