Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 179
179
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
og þekkingarsköpunar, en samfélag okkar er mjög háð því að ný þekking
verði til. Það væri hægt að sýna fram á að ég hefði rangt fyrir mér ef einhver
gæti bent á kerfi æðri menntunar sem þyrfti að búa við fjötra pólitískra
afskipta en væri þó jafn skapandi og okkar kerfi sem orðið hefur til á grund-
velli akademísks frelsis og sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu. Alræðissamfélög
hafa verið til, á borð við Sovétríkin, þar sem stórmerkilegur árangur hefur
náðst í vísindum, en í slíkum tilfellum hefur skapandi vinna yfirleitt farið
fram í háskólum, við akademíur eða rannsóknastofnanir sem notið hafa
mikils frelsis frá stjórnvaldshöftum innan sérstaks stofnanaskipulags.
Vissulega er erfitt að sýna fram á að bein orsakatengsl séu á milli aka-
demísks frelsis og uppgötvana í háskólum. Engar kerfisbundnar rannsókn-
ir hafa farið fram á þessum tengslum og því verðum við að byggja á sögu-
legum dæmum og einstökum atvikum. Ég hef þegar lýst ógeðfelldasta
dæminu um hvernig ömurleg hugmyndafræði bindur endi á akademískt
frelsi, með frásögn af Þýskalandi nasismans. Þar lagði ógnarstjórnin há-
skólasamfélag í rúst sem halda má fram að hafi verið það besta í heiminum.
En til eru mörg önnur dæmi sem ef til vill eru ekki jafn hrikaleg. Eitt það
markverðasta er hvernig Trofim Denisovitsj Lysenko tókst að eyðileggja
sovésk lífvísindi á fyrsta þriðjungi 20. aldar. Saga hans sýnir að þegar póli-
tísk hugmyndafræði kemur í stað vísindalegrar aðferðar og niðurstaðna, er
hægt að spilla eða eyðileggja þekkingargrunn og tefja framfarir.2
Lysenko var landbúnaðarfræðingur að mennt, fæddur í Úkraínu 1898.3
Á milli 1923 og 1951 birti hann um 350 verk. Hann trúði því að áunnin
einkenni gætu erfst, en þessi hugmynd er oftast tengd við franska líffræð-
inginn Jean Baptiste Lamarck sem upp var á átjándu öld. Lamarck hélt
fram þeirri kenningu að einkenni sem lífverur áynnu sér erfðust til næstu
2 Þótt þessi dæmi sanni ekkert verða þau að duga, ásamt vitnisburði vísinda- og
fræðimanna, þar til við höfum kerfisbundnari gögn um orsakatengslin á milli aka-
demísks frelsis og framúrskarandi háskólastofnana eins og ég lýsi þeim.
3 Loren Graham er sá sagnfræðingur sem fremstur er á sviði rússneskrar og sov-
éskrar vísindasögu, og hefur verið það í hálfa öld. Hann hefur starfað við Columbia
og Harvard háskóla. Graham hefur skrifað margar bækur um vísindi og samfélag í
Rússlandi og umfjöllun mín um Lysenko er að miklu leyti byggð á verkum hans.
Meðal þeirra verka Grahams sem sérstaklega má mæla með um þetta efni eru:
Science in Russia and the Soviet Union: A Short History (New York: Cambridge
University Press, 1993), kafli 6; Science and Philosophy in the Soviet Union (New
York: Knopf, 1972); Between Science and Values (New York: Columbia University
Press, 1981), kafli 8; Science, Philosophy and Human Behavior in the Soviet Union
(New York: Columbia University Press, 1987) og Moscow Stories (Bloom ington:
Indiana University Press, 2006).