Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 199
199
AKADEMÍSKT FRELSI OG FRJÁLSAR RANNSÓKNIR
finna að minnsta kosti eitt áþreifanlegt dæmi um frávik frá þeim frjálslynd-
issjónarmiðum Conants að ráða kommúnista, því hann sagði líka: „Á þess-
um kalda stríðs tímum á ekki að yfirfæra venjulegar reglur um stjórn-
málaflokka á kommúnistaflokkinn. Ég er sannfærður um að samsæri og
útreiknuð vélráð hafa verið og eru einkennandi hegðunarmunstur venju-
legra kommúnista um allan heim. Þess vegna álít ég að banna beri þeim
sem eiga félagsskírteini í kommúnistaflokknum aðgang að kennarastétt-
inni.“42 Og í vitnisburði til þingsins í febrúar 1953 sagði hann: „Ef ríkis-
stjórnin hefur sannanir fyrir því að svoleiðis fólk sé hér (kommúnistar á
Harvard) vona ég að hún flæmi þá út með aðferðum Alríkislögreglunnar
og sæki til saka.“43
Sigmund Diamond notfærði sér lög um upplýsingafrelsi, sem fræði-
menn höfðu ekki áður getað nýtt sér, þegar hann útvegaði sannanir fyrir
því að Conant rektor, Paul Buck dómprófastur, sem var starfandi rektor
þegar Conant lét af embætti rektors, og McGeorge Bundy, forseti deildar
lista og vísinda, hafi verið í nánu sambandi við Bostonskrifstofu Alríkis-
lögreglunnar og skipst á upplýsingum við hana um háskólann og þá starfs-
menn við Harvard sem sagðir voru hliðhollir kommúnisma.44
Diamond hafði persónulega reynslu af umburðarleysinu við Harvard
háskóla. Þegar hann útskrifaðist frá skólanum sem doktor í sögu Ameríku
þáði hann boð McGeorge Bundys um stjórnunarstöðu. Ári síðar bauð
Bundy honum aðra stjórnunarstöðu með einhverri kennsluskyldu.
Diamond segir svo frá: „Tilboðið var dregið til baka eftir að grunsemdir
vöknuðu um að ég hefði um skeið verið í sambandi við kommúnistaflokk-
inn. Bundy spurði mig hver afstaða mín yrði ef ég yrði spurður um það
mál af ,borgaralegum yfirvöldum‘ – og átti þar við Alríkislögregluna eða
rannsóknarnefnd þingsins – og ég svaraði því til að ég mundi svara spurn-
ingum um sjálfan mig en ekki um aðra.“45 Diamond fékk ekki starfið á
Harvard og mátti teljast heppinn að vera ráðinn að Columbia háskóla.46
42 Sjá No Ivory Tower eftir Ellen Schrecker, bls. 111, frá James Bryant Conant í
Harvard Crimson, 23. júní 1949.
43 James Hershberg, James B. Conant: Harvard to Hiroshima and the Making of the
Nuclear Age (New York: Knopf, 1993), bls. 606.
44 Diamond, Compromised Campus, bls. 109.
45 Sama rit, bls. 3.
46 Tekið var dæmi um stefnu Harvard háskóla í málskjölum Alríkislögreglunnar um
Diamond: „Af upplýsingum að dæma sem Bostondeildin hefur útvegað frá öðrum
einstaklingum sem hafa stöður á Harvard virðist Bundy deildarforseti hafa krafist
þess að fyrrum félagar í kommúnistaflokknum, sem nú gegna stöðum á Harvard,