Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 13
13
AF VEIKUM MæTTI
Weber, Heidegger, Jaspers, Lyotard og Bourdieu á hættuna sem háskól-
unum stafaði af efnahagslegum hagsmunum í krafti „tæknilegrar skyn-
semi“. Hins vegar varaði Frankfurtar-skólinn og Foucault undir annars
konar formerkjum við áhrifum ríkisvaldsins í formi stofnanavæðingar og
skrifræðis háskóla.6 Við þessa þætti þarf að staldra til að endurmeta hvað
háskólar og fræðin standa fyrir og greina tengsl þeirra við vald og valda-
blokkir.
Hlutgerving andlegrar vinnu: „Atvinnumennskan“
Upphafning sérfræðingsins og sérfræðiveldis í háskólasamfélaginu – sem
er langt frá því að vera bundin við Ísland – átti mikinn þátt í að draga úr
gagnrýni á ríkjandi valdakerfi og veikja ónæmiskerfi háskólans. Í nafni fag-
mennsku hefur háskólastarf verið stofnanavætt og litið hefur verið á hug-
myndir og menningu sem tæki til að ná fram markmiðum, oft án þess að
skeyta um form eða innihald þeirra. Krafan um þekkingarhagkerfið hefur
gert háskóla að miðlægu fyrirbæri í samfélaginu, en á þeim forsendum að
litið er á þekkingu sem vöru og afsprengi tækniþróunar í stað andlegrar
vinnu eða þess sem nefna mætti „yrki“ til aðgreiningar frá skilyrtri vinnu.
„Yrki“ – með vísun til þess að yrkja – er notað hér til að skilgreina það sem
unnið er á óháðum, frjálsum forsendum. Aukin eftirspurn markaðarins
eftir hugmyndum sem afurðum hefur gegnt lykilhlutverki í þróun „at-
vinnumennsku“ háskólasamfélagsins. Það var við þessari þróun sem
François Lyotard varaði þegar hann lýsti því yfir að „dauði prófessorsins“
væri yfirvofandi. Þegar slík viðmið eru orðin viðtekin er prófessorinn ekk-
ert betur til þess fallinn en gagnabanki að miðla þekkingu.7
Með því að tengja andlega vinnu við atvinnumennsku er verið að hlut-
gera hana. Þótt slík vinna sé orðin sýnilegri en áður er hún í vaxandi mæli
innt af hendi af stofnunum og sérfræðingum. Áhrifavald háskólasamfélags-
ins byggist því æ minna á mætti hugmynda en þeim mun meira á sér-
fræðiþekkingu. Þessi þróun hefur dregið úr sjálfstæði háskóla og veikt
stöðu menntamanna. Sú togstreita sem á sér stað innan háskóla, t.d. milli
hugvísinda og raunvísinda, hefur skerpt á henni, enda endurspeglar hún
ólíkar rannsóknahefðir og sýn á hlutverk menntamanna. En það má einnig
6 Sjá Michael A. Peters, „The University and the New Humanities: Professing with
Derrida“, Arts and Humanities in Higher Education, 3:1/2003, bls. 42.
7 Jean-François Lyotard, Hið póstmóderníska ástand, þýð. Guðrún Jóhannsdóttir,
Reykjavík: Bókmenntastofnun Háskóla Íslands, 2008, bls. 117–118.