Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 34

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 34
34 JÓN ÓLAFSSON Gallinn við þessa einföldu, björtu mynd af skynsamlegri rökræðu á hlutlausum vettvangi er sá að hún rúmar ekki togstreituna sem einkennir nútímann og hún fyrirfinnst ekki í upphafinni mynd sinni í Aþenu til forna. Að sama skapi tekur hún ekki tillit til margbreytileika þeirrar umræðu sem rúmast á opinberum vettvangi. Krafan um hlutlæga sann- leiksleit og möguleikann á rökræðu sem nær út yfir hverskyns stundarhags- muni hefur íróníska hlið og það er ekki hægt að slá því föstu að hin ein- arða, hlutlæga og frjálsa rökræða sé ekki skjól tiltekinna valdahagsmuna. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að rökræðan og hin skynsamlegu sjónarmið sem hún nærir og heldur á lofti séu fyrst og fremst þau sjónarmið sem skýra og verja ríkjandi hugmyndafræði hverju sinni. Nú myndi Nussbaum líklega svara þessu þannig að rökræðan og sú gagnrýni sem hún gerir mögulega komi einmitt í veg fyrir að ríkjandi hagsmunir skilgreini orðræðuna og drottni yfir henni, því gagnrýnin afstaða sé aldrei bundin á klafa sérhagsmuna. En þetta er umdeilanlegt á margan hátt. Samskipti á fræðilegum vettvangi, pólitískum, almennum eða viðskiptalegum fela í sér flókin hagsmunatengsl sem ekki er hægt að setja innan sviga eða leiða hjá sér. Nussbaum beitir þeirri einföldu mælskuað- ferð að láta eins og í hinni sögulegu Aþenu hafi verið að finna stofnanir sem tryggðu almennan rökræðuvettvang og hann megi því skýra og skil- greina út frá þeim sögulega veruleika. Þennan veruleika sé svo hægt að endurtaka eða líkja eftir honum. Þessi leið er hinsvegar ekki vænleg til að gera grein fyrir forsendum gagnrýni í umhverfi þar sem hlutlaus vettvang- ur er ekki til. Háskólinn er ekki hlutlaus vettvangur heldur þvert á móti umdeildur og umsetinn. Hann gerir gagnrýni ekki mögulega með því að skapa henni friðhelgi, heldur vegna þess að hann er leið til að tvístra og komast framhjá valdi sérhagsmunanna. En slíkt krefst stöðugrar endurnýj- unar orðræðu. Gagnrýnið hugarfar – gagnrýnin orðræða – felst ekki síst í því að láta ekki teyma sig, geta náð áttum í margbrotnu og margbreytilegu samskip- taumhverfi. Gagnrýni verður að geta þrifist og þróast jafnvel þó að enginn hlutlaus samræðuvettvangur sé til. Greining Nussbaum skortir dýpt og tengingu við umhverfi háskólamenntunar. Það blasir ekki við að sókratíska kennslufræðin og aþenska lýðræðið geti verið sú kjölfesta sem húmanískar greinar bæði nýta sér og viðhalda, jafnvel þó að hægt sé að dást að dygðum rökræðunnar. Hvort tveggja getur nýst rökræðu um menntun og gildi hennar en ásamt margvíslegri „strategíu“ af öðru tagi. Ekkert sögulegt fyr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.