Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 82
82
SvERRIR JAkObSSON
Gildisvæðing æðri menntunar – lagaskólarnir í Bagdad
Tvennt er það sem veitir háskólum sérstöðu miðað við eldri skólastofn-
anir. Annars vegar er það sjálfstæði þeirra. Þeir voru gildi háskólakennara
eða stúdenta sem höfðu sjálfstjórn og sjálfræði í eigin málum. Hins vegar
eru það hinar viðurkenndu prófgráður sem veittu formlegt leyfi til kennslu
(lat. licentia docendi). Hvorttveggja áttu þeir sameiginlegt með íslömskum
menntastofnunum. Áhersla á guðfræði og lög í námskrá háskólanna er
annar þáttur sem þeir eiga sameiginlegt með æðri menntastofnunum
innan islam.10
Á elleftu öld varð umbylting á æðri menntun í löndum islam. Fyrir
þann tíma voru æðri menntastofnanir innan þessa menningarsvæðis af
tvennu tagi; annars vegar trúarlegu skólarnir (arab. maktab og kuttab) sem
lögðu áherslu á bóknám með sérhæfingu í guðfræði. Einnig var til sérstakt
nám fyrir embættismenn; oft á hendi einkakennara. Á elleftu öld urðu til
gildi í kringum trúarskólana (sem kölluðust lagaskólar) sem tryggðu stúd-
entum húsaskjól og næði til vinnu. Þessi gildi nefndust madrasa og voru
sjálfstæðar stofnanir, líkt og hin evrópsku universitates.
Gildi skólamanna í islam þróuðust í kringum hina trúarlegu skóla sem
fengu einkarétt til að útskrifa kennara í lögum. Kennsluaðferðirnar minntu
einnig á formgerð hinnar evrópsku háskólakennslu því að mikil áhersla var
lögð á samræður þar sem menn vörðu mál sitt. Hin díalektíska aðferð
(arab. tariqat alnazar) var því hliðstæða skólaspekinnar í Evrópu. Þessir
skólar útdeildu lærdómstitlum (faqih, mufti, mudarris) sem samsvara titlum
sem síðar voru teknir upp í háskólum Evrópu (magister, professor, doctor).
Hinar klassísku fornmenntir sem hvíldu á grundvelli grísku heimspek-
innar voru ekki á námskrá hjá þessum formlegu skólastofnunum heldur
ríkjandi islömsk guðfræði, mótuð af hinum fjórum meginhefðum eða skól-
um sunníta (Hanafi, Maliki, Shafi’i og Hanbali). Skólastofnanir af þessu
tagi voru yfirleitt stofnsettar af valdamönnum sem höfðu áhuga á því að
tryggja ríkinu lærða embættismenn.
Frumkvæði islamskra skóla í að þróa háskólanám hefur ekki hlotið
almenna viðurkenningu innan sögu háskólanna. Því veldur ekki einungis
10 Sjá nánar George Makdisi, „Universities: Past and Present“, Culture and memory in
medieval Islam: Essays in honour of Wilferd Madelung, ritstj. Farhad Daftary og Josef
W. Meri, London og New York: I.B. Tauris, 2003, bls. 43–63, og George Makdisi,
„Religion and Culture in Classical Islam and the Christian West“, Religion and
culture in medieval Islam, ritstj. Richard G. Hovannisian og George Sabagh,
Cambridge: Cambridge University Press, 1999, bls. 3–23.