Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 101
101
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
íslensku þjóðina. Nýjar siglingaleiðir gætu opnast um norðurpól og risa-
vaxinni uppskipunarhöfn verið fundinn staður á Íslandi, eins og kom fram
í ræðu Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra á alþjóðlegu ráðstefn-
unni „Breaking the Ice“ á Akureyri í mars 2007.17 Einnig má gæla við hug-
myndir um vínrækt á Íslandi eins og Örn Einarsson, formaður Þróunarfélags
Hrunamanna og fyrrum garðyrkjubóndi á Flúðum, gerir eftir að hafa
hlustað á erindi sem Trausti Valsson skipulagsfræðingur flutti á vegum
félagsins um framtíðarhorfur í ræktun, en Trausti hafði skoðað mögulega
kosti hnattrænnar hlýnunar í bók sinni How the World Will Change – With
Global Warming.18 Örn segir: „Þurrkar og slæm veður hafa orðið til þess að
matarkista Evrópu sem var áður í suðurhlutanum hefur færst norður. Við
erum að sjá það nú að mörg gömul vínhéruð eru að missa gæðin í upp-
skeru sinni á meðan vínrækt er að aukast í Skotlandi og á Írlandi. Í fram-
tíðinni getum við átt von á því að hér á Íslandi verði hægt að rækta ýmislegt
sem ekki taldist mögulegt á áður [svo].“ Fréttinni af erindi Trausta lýkur á
þessum orðum: „Í mörg ár hafa jarðarber verið ræktuð í gróðurhúsum á
Flúðum og víðar en hver veit nema vínberjaræktun og víngerð verði
atvinnugrein framtíðarinnar í uppsveitum.“19 Önnur bók sem hefur hlotið
meiri athygli er The New North: The World in 2050 eftir Laurence C.
Smith, en Smith álítur að hlýnun jarðar eigi eftir að leiða til umtalsverðra
breytinga til hagsbóta fyrir ríki á norðurhveli jarðar á meðan lönd sem
liggja nær miðbaug eigi eftir að ganga í gegnum þrengingar. Smith var
17 Sjá „Nýjar siglingaleiðir vegna hlýnunar í heiminum“, 27. mars 2007: http://www.
visir.is/article/20070327/FRETTIR01/70327104 [sótt 16. júní 2010]. Nefna má í
þessu samhengi að nýjar rannsóknir sýna að eitt stórt gámaflutningaskip getur
gefið frá sér jafn mikið af asma- og krabbameinsvaldandi efnum og 50 milljón
bílar. Í nýrri danskri rannsókn er áætlað að mengun frá skipum kosti danska heil-
brigðiskerfið sem svarar 5 milljörðum punda á ári og að 1000 Danir deyi á ári
hverju fyrir aldur fram vegna þessarar mengunar. Ávinningurinn að risavaxinni
uppskipunarhöfn á Íslandi gæti því verið minni en Valgerður Sverrisdóttir ætlaði.
Sjá John Vidal, „Health risks of shipping pollution have been ‘underestimated’“, 9.
apríl 2009: http://www.guardian.co.uk/environment/2009/apr/09/shipping-pollu-
tion [sótt 7. júlí 2010].
18 Trausti Valsson, How the World Will Change – With Global Warming, Reykjavík:
University of Iceland Press, 2006.
19 Sjá „Vínber og vín í uppsveitum?“ í Glugganum, 22. mars 2007, bls. 4. Önnur frétt
um svipað efni birtist í Fréttablaðinu 23. júní 2007, en þar er varpað fram þeirri
spurningu hvort loftslagsbreytingarnar geti haft jákvæð áhrif á Norðurlöndum:
„vatnsorka verði meiri þegar vetur hlýnar, auk þess sem vatnsmagnið verði jafnara
allan ársins hring. Skógar munu einnig vaxa hraðar með hlýnandi loftslagi.“
(„Hlýnun jarðar gæti hjálpað“, Fréttablaðið 23. júní 2007, bls. 2.)