Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 22
IRMA ERLINGSDÓTTIR
22
marka skýra háskólastefnu eða styðja við bakið á framsæknum rannsókna-
og nýsköpunarverkefnum af hræðslu við gagnrýni eða vegna þess að þeir
eru ofurseldir stjórnsýsluferlum. Óttinn við hið pólitíska vald hefur ekki
aðeins leitt til þöggunar heldur hafa háskólar í sumum tilvikum látið hjá
líða að taka á innri vandamálum og akademískum brotum. Stofnanakerfi
eins og háskólar eru ekki hlutlaus fyrirbæri. Þar á sér stað valdabarátta eins
og annars staðar og staða manna í kerfinu og nálægð við vald skiptir miklu
máli um áhrif þeirra á stefnumótun og ákvarðanatöku.
Það á ekki að nota sjálfræði til að gera háskóla að fílabeinsturni því að
þekkingarsköpun án samfélagstengsla þjónar ekki tilgangi sínum. Við það
missir sjálfræðið gildi sitt. En öllu máli skiptir að mynda fjarlægð við
valda stofnanir með því að láta þær ekki skilgreina yrkið. Ef vinnan er
metin af stofnunum utan háskólasamfélagsins leiðir það til frekari stofn-
anavæðingar þess og oft gagnrýnislauss fylgis við ríkjandi aðstæður.
Menntamenn geta starfað við háskóla, en ef ímyndunarafl þeirra og vinna
takmarkast við slíkar stofnanir verða þeir aðeins sérfræðingar og tækni-
kratar eða atvinnumenn. Og þeim mun meira sem andlegri vinnu er
stjórn að af utanaðkomandi öflum, þeim mun meir sem hún er látin lúta
reglum, viðmiðunum og agavaldi yfirmanna, því veikari verða gildi, sjálfs-
myndir og áhrifamáttur háskólasamfélagsins.
Niðurstöður
Ef til vill er kreppa ekki stundarfyrirbæri í háskóla heldur eðlilegt ástand.
Það er einnig hugsanlegt að hugtök, aðferðir og önnur fræðileg tæki á
sviði sagnfræði, heimspeki og bókmennta dugi ekki til að greina þessa
stöðu. Zygmunt Bauman skilgreindi hlutverk menntamanna þannig að
þeir greiddu fyrir samræðu milli ólíkra þjóðfélagshópa sem byggja á ólík-
um þekkingarhefðum.29 Hinn skilyrðislausi háskóli byggir á sömu hug-
mynd í skilningi Derrida: Hann er á mótum háskóla sem stofnunar og
orðræðuvalds og háskóla sem hugmyndar, verðandi möguleika, þar sem
hann semur um og skipuleggur andspyrnu. Eins og hér hefur verið bent á
þarf slíkur háskóli að hreyfa við, trufla og skapa skilyrði fyrir hið óvænta.
Vettvangurinn verður að vera hreyfanlegur, ekki bundinn stofnanaveggj-
um og þar verður að birtast loforð um ófyrirsjáanlega framtíð. Og háskól-
29 Zygmunt Bauman, Legislators and Interpreters: On Modernity, Postmodernity and
Intellectuals, Cambridge: Polity Press, 1987, bls. 2. Sjá einnig Frank Furedi, Where
have all the intellectuals gone: Confronting 21st century philistinism, bls. 32.