Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 128
128
GuðNI ELíSSON
hitastigsbreytingar með mjög einföldum hætti: Fólk skiptir á eigum
sínum og vinnulaunum fyrir jakka í mismunandi þykktum (eða
húsum í mismunandi hæðum, eða ölduvarnarveggjum í mismun-
andi stærðum, osfrv). Punktur.97
Punktur. Bara að öll vandamál sem mannkyn stendur frammi fyrir á kom-
andi áratugum bjóði upp á jafn einfaldar og farsælar aðlögunarlausnir.
Af skefjalausum framgangi hlutanna
Umhverfisblaðamaðurinn Mark Lynas gengur svo langt að segja að allt
hagkerfi Vesturlanda sé byggt á afneitun. Sérstaklega sé kennisetningin
um hinn endalausa vöxt skaðleg, en hagvaxtarkenningar iðnsamfélaganna
séu illsamræmanlegar raunveruleika hlutanna. Sá auður sem verði til við
stöðuga rýrnun náttúruauðlinda sé talinn þjóðfélögum til tekna, t.d. í
formi landsframleiðslu eða neyslustigs, en sú skilgreining á auðsöfnun sé
jafn skynsamleg og að segja einstakling auðgast á því að ganga með reglu-
legum hætti á sparifé sitt.98 Þessa líkingu má setja í forvitnilegt samhengi.
Ef við gefum okkur að olíubirgðir heimsins hafi að mestu leyti myndast á
150 milljón árum, fyrir 10 til 160 milljónum ára, mun það ekki taka mann-
kyn nema um 150 ár að tæma þær að mestu.99 Við tökum út af þessum
innlánsreikningi náttúrunnar á milljónföldum þeim hraða sem hún lagði
inn á hann. Alvara málsins ætti að vera öllum ljós.
Í sjálfu sér er ekkert nýtt við vangaveltur Lynas. Nútímaumræðan um
vistkreppu er tæplega hálfrar aldar gömul og líklega er Endimörk vaxtarins
sem kom út á íslensku 1974 þekktasta bókin um efnið. Þorsteinn
Vilhjálmsson prófessor í vísindasögu gerir þessu rannsóknarsviði góð skil í
grein sinni „Viðhorf og vistkreppa“, en hann skoðar umfjöllunina sérstak-
lega í ljósi veðurfarshlýnunar undanfarinna áratuga.100 Eins og Þorsteinn
97 Geir Ágústsson, „Rýma þarf stæði fyrir einkaflugvél Al Gore á Reykjavíkurflugvelli“,
17. mars 2008.
98 Mark Lynas, Six Degrees. Our Future on a Hotter Planet, London/New York:
Harper Perennial, 2008, bls. 266.
99 Sjá hér t.d. „How Oil Forms“, 9. janúar 2006. Earthguide and the Regents of the
University of California: http://earthguide.ucsd.edu/fuels/oil.html [sótt 8. júní
2010].
100 Þorsteinn Vilhjálmsson, „Viðhorf og vistkreppa: Þættir úr sögu viðhorfa og for-
sagna um vistkreppu, auðlindaþurrð og hlýnun“, Ritið 2/2008, bls. 7–35. Endimörk
vaxtarins (1974) heitir á ensku Limits to Growth (1972) og er eftir Donellu H.
Meadows, Dennis L. Meadows, Jørgen Randers og William W. Behrens III. Þýð-
endur bókarinnar eru Þorsteinn Vilhjálmsson og Finnbogi Guðmundsson.