Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 124
124
GuðNI ELíSSON
og eflingar ríkisvaldsins.84 Til þess nota þessir stjórnmálamenn vísinda-
samfélagið sem virðist vera viljalaust verkfæri í höndum þeirra. Það kýs
samkvæmt kenningunni viðfangsefni og býr til niðurstöður sem falla að
þeim sjónarmiðum sem eru vinsælust hverju sinni. Það er út frá þessum
pólitísku og hagsmunalegu forsendum sem Hannes Hólmsteinn getur
gefið í skyn að vísindamenn séu ekki lengur „óháðir einstaklingar [sem]
stunda sannleiksleit“.85
Ekki ber að túlka gagnrýni mína á greiningu Hannesar svo að vísinda-
samfélagið sé hafið yfir pólitískar hræringar eða að fjárhagslegir hagsmun-
ir stýri aldrei þeim forsendum sem vísindamenn gefa sér í rannsóknum
sínum. Hættan er einfaldlega þessi. Þeir sem kjósa að taka mark á hinum
pólitísku og hagsmunalegu rökum eiga á hættu að horfa framhjá þeirri ein-
földu staðreynd að tugþúsundir mælinga sýna þær miklu breytingar sem
orðið hafa á náttúrulegu umhverfi mannsins á síðustu öld. Þótt vissulega
megi túlka niðurstöður mælinga pólitískt er það t.d. staðreynd „að styrkur
vetnisjóna í sjónum hefur aukist um 30% síðastliðnar tvær aldir“ en súrn-
unin ógnar lífríkinu öllu. Að sama skapi er það einnig staðreynd að styrkur
koltvísýrings í lofthjúpnum eykst ár frá ári, frá 315 CO2 sameindum 1958
til 391,19 í janúar 2011.86 Nú er svo komið að jafnvel stóru olíufélögin
viðurkenna vandann, en þau áætla að án aðgerða muni hlutþrýstingur CO2
í andrúmsloftinu vaxa stöðugt fram til ársins 2030 og verði þá orðinn það
mikill að ekki verði hægt að halda sig innan 450ppm marksins,87 sem var
það viðmið sem helstu stefnumótendur settu sér. Aukin hlýnun jarðar er
einnig mælanleg staðreynd hvað svo sem afneitunarsinnarnir segja.88
84 Hannes Hólmsteinn fjallar um nýjar birtingarmyndir andstöðunnar við kapítalism-
ann í „Rousseau í stað Marx?“ Fréttablaðið, 10. nóvember 2006, bls. 30.
85 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Vísindi eða iðnaður?“, bls. 34.
86 Sjá heimasíðuna CO2 Now: http://co2now.org/; og ýmiss konar efni á íslensku, t.d.
Höskuldur Búi Jónsson, „Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára“, 14.
júní 2010: http://www.loftslag.is/?p=7982; og Hrönn Egilsdóttir, „Súrnun sjávar
og lífríki hafsins“, 5. janúar 2011: http://www.loftslag.is/?p=10716 [sótt 22. febrúar
2011].
87 Sjá BP Energy Outlook 2030, London, janúar 2011, bls. 23: www.bp.com/.../bp...
energy.../2030_energy_outlook_booklet.pdf. Sjá einnig: Catherine Airlie, „BP Says
Climate Progress Not Enough to Stabilize CO2“, 19. janúar 2011: http://www.
bloomberg.com/news/2011-01-19/bp-says-climate-progress-not-enough-to-sta-
bilize-co2-update1-.html [sótt 23. janúar 2011].
88 Hér má benda á bók Halldórs Björnssonar, Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar,
sjá sérstaklega bls. 43–56.