Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 87
87
HÁSKÓLAR. VALDASTOFNANIR EÐA VIÐNÁMSAFL?
og aðrir skoskir upplýsingarmenn breyta en áttu við ramman reip að
draga; aldagamlar hugmyndir um æskilega skipan vísinda og fræða.
Á nítjándu öld urðu hins vegar tvenns konar grundvallarbreytingar á
háskólastarfi. Í fyrsta lagi tók ríkið í vaxandi mæli að sér að fjármagna og
reka háskóla. Til varð opinber menntastefna um háskóla. Þar skipti frum-
kvöðlastarf Prússa miklu máli en menntakerfi þeirra varð fyrirmynd
margra annarra þjóða. Á hinn bóginn varð einnig grundvallarbreyting á
vísindalegum áherslum háskóla; fyrst og fremst með fjölgun greina sem
kenndar voru í háskólum. Einnig þar voru Prússar fyrirmynd margra ann-
arra. Af þeim sökum er rétt að huga stuttlega að þeim hugmyndafræðilegu
hræringum sem urðu í aðdraganda stofnunar háskóla í Berlín 1809, en
hann var fyrsti háskólinn sem mótaður var af hinum nýju viðhorfum til
æðri menntunar.
Forsenda umbyltingar Prússa á menntakerfi sínu var ósigur þeirra fyrir
herjum Napóleons við Jena árið 1806 og lokun háskólanna í kjölfarið.
Konungur Prússlands, Friedrich Wilhelm III, fór að ráðum frjálslyndra
ráðgjafa sinna og samþykkti endurskipulagningu menntakerfis ríkisins frá
grunni. Eins og konungurinn orðaði það sjálfur: „Ríkið verður að bæta sér
það með andlegum þrótti sem það hefur glatað á hinu efnislega sviði“.22
Heimspekingurinn Wilhelm von Humboldt (1767–1835) varð mennta-
málaráðherra 1809 en hann hafði fylgst grannt með straumum og stefnum
í þýskri heimspeki undanfarna áratugi. Markmið hans var endursköpun
menntakerfisins í samræmi við hugsjónir Upplýsingarinnar þar sem
grund vallarmarkmiðið yrði frelsi til kennslu og rannsókna (Lehr und
Lernfreiheit).23
Meðal áhrifavalda á hina nýju menntastefnu Humboldts voru helstu
þýskumælandi heimspekingar Upplýsingaraldarinnar: Immanuel Kant,
Friedrich Wilhelm Joseph Schelling, Johann Gottlieb Fichte og Friedrich
Schleiermacher. Kant ritaði um samspil hinna ólíku háskóladeilda (Streit
means of being taught, the sciences which it is the business of those incorporated
bodies to teach“. Adam Smith, The Wealth of Nations, 6. útg. London. Methuen,
1950, II, bls. 249.
22 „Der Staat muss durch geistige Kräfte ersetzen, was er an physischen verloren
hat.“ Thomas Nipperdey, Deutsche Geschichte 1800–1866. Bürgerwelt und starker
Staat, München: CH Beck Verlag, 1987, bls. 64.
23 Sjá nánar Elinor S. Shaffer, „Romantic Philosophy and the Organization of
Disciplines: The Founding of the Humboldt University of Berlin“, Romanticism
and the Sciences, ritstj. Andrew Cunningham og Nicholas Jardine, Cambridge:
Cambridge University Press, 1990, bls. 38–54.