Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 88
88
SvERRIR JAkObSSON
der Fakultäten, 1798) þar sem hann varði akademískt frelsi. Hann færði rök
fyrir því að sjálft grunnnámið, heimspekideildin, væri mikilvægasta deild
háskólans og hlutverk hennar væri að sinna andófi gegn hinum deildunum
sem stæðu vörð um ríkjandi ástand. Kant kallaði heimspekideildina
„stjórnarandstöðuflokk, vinstriöflin á þingi Lærdómsins“.24 Schelling
flutti fyrirlestra um aðferðafræði háskólanáms (Vorlesungen über die Methode
des akademischen Studiums, 1802) þar sem hann ræddi m.a. um einingu allr-
ar þekkingar. Schelling benti á að það væri almennt talið verkefni háskóla
að mennta embættismenn en færði rök fyrir því að jafnvel slíkir embættis-
menn ættu að vera mótaðir af vísindalegri hugsun og akademísku frelsi.
Fichte kom með tillögur varðandi fyrirhugað háskólanám í Berlín
(Deduzierte Plan einer zu Berlin ze errichtenden höhern Lehranstalt, 1808) og
rökstuddi m.a. að háskólar ættu að stuðla að umræðu og allir stúdentar
ættu að stunda saman grunnnám, eins konar forspjallsvísindi sem væru
yfirlit yfir „heildarsafn vísindalegrar þekkingar í sinni lífrænu heild“.25 Sú
hugmynd á rætur að rekja til áherslu Upplýsingarmanna á alfræði og ein-
ingu vísinda. Meðal greina sem Fichte taldi að leggja þyrfti rækt við voru
sagnfræði og náttúrufræði. Fichte lagði einnig áherslu á að háskólakenn-
arar ættu að stunda sjálfstæðar rannsóknir, ekki kenna það sem hægt væri
að tileinka sér með lestri bóka. Stúdentar ættu að fá að stunda nám án til-
lits til efnahags.
Schleiermacher (Gelegentliche Gedanken über Universitäten in deutschen
Sinn, 1808) og Humboldt (Über die innere und äussere Organisation der
höheren wissenschaftlichen Anstalten in Berlin, 1809) voru að mörgu leyti á
svipuðum nótum í sínum tillögum.26 Þeir lögðu báðir áherslu á samstarf
kennara og stúdenta og töldu að afskipti ríkisvaldsins af háskólanáminu
sem það hefði tekið að sér að reka ættu að vera sem minnst. Eins og
Humboldt segir í sinni ritgerð:
Sambandið milli kennara og nemanda á hinu æðra stigi menntunar
er frábrugðið því sem gerist á lægri menntastigum. Á æðra stiginu
starfar kennarinn ekki í þágu nemandans; tilvistarréttlæting kennara
24 „eine Oppositionspartei, die Linke seite des Parlaments der Gelehrtheit“.
25 „der gesamte wissenschaftliche Stoff, in seiner organischen Einheit“.
26 Sjá Claude Piché, „Fichte, Schleiermacher and W. von Humboldt on the Founda-
tion of the University of Berlin“, Fichte, German Idealism, and Early Ro manticism,
ritstj. Daniel Breazeale og Tom Rockmore, Amsterdam: Rodopi, 2010, bls. 371–
86.