Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 135
135
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
gera alvarleika loftslagsbreytinganna óraunverulegan, en um leið er hann
greining á lífsstílsfíkninni sem allir deila. Egill áttar sig því á öflunum sem
togast á í nútímamönnum. Því ber fyrst og fremst að lesa pistilinn sem lýs-
ingu á afneitunarástandi. En hvaða ábyrgð bera núlifandi einstaklingar á
framtíð jarðarinnar og þeim lífsskilyrðum sem komandi kynslóðir munu
búa við?
Eftir íslenska efnahagshrunið spurðu sig margir hvað farið hefði úr-
skeiðis. Hvers vegna brugðust stjórnmálamennirnir, eftirlitsstofnanirnar,
greiningardeildirnar, hagfræðingarnir, bankamennirnir og allir þeir sem
hefðu átt að sjá að hér stefndi allt í óefni? Hvað var íslenska háskólasamfé-
lagið að hugsa? Hvar voru fréttamennirnir? Þær örfáu varnaðarraddir sem
heyrðust voru ósköp veikburða og umsvifalaust var þaggað niður í þeim.
Yfirlýsingu Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra á Alþingi frá 17. mars
2007, „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“, má greina sem táknmynd þeirrar
afneitunar og blindu sem réð ríkjum á Íslandi á árunum fyrir hrun.120
Sefjunarmáttur yfirlýsingarinnar var mikill. Enda hófu hana margir á loft
tvístígendum til háðungar og hún fékk fljótlega almennt gildi, sem lýsing á
efnahagsástandi sem hafið væri yfir aðfinnslu. Sá sem gagnrýndi var blind-
ur kjáni. Svo hélt veislan áfram.
Þeir einstaklingar sem með reglulegu millibili leggja verk sín í dóm
kjósenda eru ekki líklegir til að slá af veislur. Slíkt vekur ekki vinsældir. Sá
ráðamaður sem komið hefði í veg fyrir íslenska efnahagshrunið með hörð-
um aðhaldsaðgerðum á miðjum ,góðæristímanum‘ hefði líklega undirritað
pólitískan dauðadóm sinn í ljósi þess að allar væntingar snerust um upp-
ganginn í veröldinni. Meginviðfangsefni stjórnmálamanna virðist vera að
hámarka neyslu og þægindi almennings og það er nokkurn veginn eini
mælikvarðinn sem lagður er á verk þeirra. Þetta er aðalástæða þess að ekki
hefur verið brugðist við þeim uggvænlegu spám sem í rúmlega tvo áratugi
hafa nú borist úr vísindasamfélaginu. Hagkerfið vegur einfaldlega þyngra í
hugum og hjörtum fólks en vistkerfi jarðar. Monbiot orðar það svo að
almenningur sé ekki vanur að marsera í nafni meinlætalífs.121
2009: http://www.newyorker.com/arts/critics/atlarge/2009/08/31/090831crat_
atlarge_kolbert?currentPage=all [sótt 15. júní 2010].
120 Árni M. Mathiesen, „Svar við fyrirspurn – frumvarp um vátryggingarsamning“,
133. löggjafarþing – 94. fundur, 17. mars 2007: http://www.althingi.is/raeda/133/
rad20070317T183448.html [sótt 10. júní 2010].
121 George Monbiot, Heat: How to Stop the Planet From Burning, bls. 42.