Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 37
36
að ótti manna við dauðann hafi ágerst á rétttrúnaðartímanum þegar ekkert
var sparað til þess að útmála ógnir vítis fyrir kristnum söfnuði.“ Það var
ekki að ástæðulausu sem þetta var gert því: „Dauðabeygnum átti líka að
fylgja stöðug hvatning til að ástunda guðrækilegt líferni; í þessum skiln-
ingi taldist hræðslan við dauðann uppbyggileg.“9 Þrátt fyrir kröfur kirkj-
unnar til þegnanna um dyggðafullt líferni áttu stórsyndugir menn samt
von ef þeir bættu ráð sitt. Kristni er bóklærð trú sem byggir á helgiritum.
Boðskapur þeirra og útleggingar á honum gátu því haft veruleg áhrif á
almennt hugarfar. Helgiritin bentu á ýmsa vegi burt frá ógnum helvítis en
þar voru auðmýkt og innileg iðrun ávallt lykilatriði. Dauðastundin var álit-
in vera táknrænt augnablik sem markaðist af píslardauða Krists. Að mæta
dauðanum með kristilegu hugarfari og auðmýkt skipti mestu.10 Að binda
endi á eigið líf var hins vegar andstætt þeim gildum.
Af þessu má sjá hversu þung áhersla var á dauðann í trúarlífi lands-
manna, á síðmiðöldum og eftir siðaskipti, og mikilvægi þess að vera undir-
búinn fyrir komu hans. Sjálfsvíg stangaðist á við „eðlileg“ viðhorf til dauð-
ans. Það var skyndilegur dauði án iðrunar. Dauðavitundin átti að fá menn
til að hugleiða syndir sínar. Dauðastundin og hegðun dauðvona manns
skiptu miklu máli. Iðrun og yfirbót, meðtaka sakramentis og bænir áttu að
gefa hinum deyjandi von um himnaríkisvist. Þessar venjur við andlát sam-
rýmast vel öðru stigi kenningar Ariès um einstaklinginn sjálfan sem mið-
depil í dauðaferlinu (e. one’s own death) og þann allsherjardóm sem álitið
var að fólk horfðist í augu við á dauðastundinni.
Lagasetningar
Viðhorf forsvarsmanna kirkjunnar hafa í gegnum tíðina mótað viðhorf
hins kristna heims til sjálfsvíga, ekki síst með því að taka upp fyrrgreind
viðhorf að sjálfsvíg væri dauðasynd. Samfélagsleg áhrif kirkjunnar leiddu
til þess að viðhorf kirkjuleiðtoga skiluðu sér inn í lagasetningar.11
Í Kristnirétti hinum gamla sem er frá 12. öld, og kenndur við biskupana
Þorlák og Ketil, er stuttlega vikið að því hverjir töldust ekki kirkjugræfir.
Þeir flokkar manna sem ekki skyldu fá leg í vígðri mold voru óskírðir
menn, skógarmenn, bannfærðir menn og hver sá maður sem vinnur:
9 Loftur Guttormsson, Kristni á Íslandi, 3. bindi, bls. 281–282.
10 Eva S. Ólafsdóttir, „Heiður og helvíti. Sviðsetning dauðans í Sturlungu í ljósi
kristilegra og veraldlegra miðaldarita“, Saga 1/2005, bls. 7–42, hér bls. 21–22, 24
og 40.
11 Guðrún Eggertsdóttir, Sjálfsvíg! ... hvað svo? bls. 30.
HRAfnkell láRuSSon