Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 37

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 37
36 að ótti manna við dauðann hafi ágerst á rétttrúnaðartímanum þegar ekkert var sparað til þess að útmála ógnir vítis fyrir kristnum söfnuði.“ Það var ekki að ástæðulausu sem þetta var gert því: „Dauðabeygnum átti líka að fylgja stöðug hvatning til að ástunda guðrækilegt líferni; í þessum skiln- ingi taldist hræðslan við dauðann uppbyggileg.“9 Þrátt fyrir kröfur kirkj- unnar til þegnanna um dyggðafullt líferni áttu stórsyndugir menn samt von ef þeir bættu ráð sitt. Kristni er bóklærð trú sem byggir á helgiritum. Boðskapur þeirra og útleggingar á honum gátu því haft veruleg áhrif á almennt hugarfar. Helgiritin bentu á ýmsa vegi burt frá ógnum helvítis en þar voru auðmýkt og innileg iðrun ávallt lykilatriði. Dauðastundin var álit- in vera táknrænt augnablik sem markaðist af píslardauða Krists. Að mæta dauðanum með kristilegu hugarfari og auðmýkt skipti mestu.10 Að binda endi á eigið líf var hins vegar andstætt þeim gildum. Af þessu má sjá hversu þung áhersla var á dauðann í trúarlífi lands- manna, á síðmiðöldum og eftir siðaskipti, og mikilvægi þess að vera undir- búinn fyrir komu hans. Sjálfsvíg stangaðist á við „eðlileg“ viðhorf til dauð- ans. Það var skyndilegur dauði án iðrunar. Dauðavitundin átti að fá menn til að hugleiða syndir sínar. Dauðastundin og hegðun dauðvona manns skiptu miklu máli. Iðrun og yfirbót, meðtaka sakramentis og bænir áttu að gefa hinum deyjandi von um himnaríkisvist. Þessar venjur við andlát sam- rýmast vel öðru stigi kenningar Ariès um einstaklinginn sjálfan sem mið- depil í dauðaferlinu (e. one’s own death) og þann allsherjardóm sem álitið var að fólk horfðist í augu við á dauðastundinni. Lagasetningar Viðhorf forsvarsmanna kirkjunnar hafa í gegnum tíðina mótað viðhorf hins kristna heims til sjálfsvíga, ekki síst með því að taka upp fyrrgreind viðhorf að sjálfsvíg væri dauðasynd. Samfélagsleg áhrif kirkjunnar leiddu til þess að viðhorf kirkjuleiðtoga skiluðu sér inn í lagasetningar.11 Í Kristnirétti hinum gamla sem er frá 12. öld, og kenndur við biskupana Þorlák og Ketil, er stuttlega vikið að því hverjir töldust ekki kirkjugræfir. Þeir flokkar manna sem ekki skyldu fá leg í vígðri mold voru óskírðir menn, skógarmenn, bannfærðir menn og hver sá maður sem vinnur: 9 Loftur Guttormsson, Kristni á Íslandi, 3. bindi, bls. 281–282. 10 Eva S. Ólafsdóttir, „Heiður og helvíti. Sviðsetning dauðans í Sturlungu í ljósi kristilegra og veraldlegra miðaldarita“, Saga 1/2005, bls. 7–42, hér bls. 21–22, 24 og 40. 11 Guðrún Eggertsdóttir, Sjálfsvíg! ... hvað svo? bls. 30. HRAfnkell láRuSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.