Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 39

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 39
38 Árið 1688 voru lögtekin á Íslandi hin svokölluðu Norsku og Dönsku lög Kristjáns konungs fimmta.15 Í manndrápskafla norsku laganna er skýrt tekið fram hver staða sjálfsvegenda sé gagnvart kirkjulegri greftrun. Þar segir berum orðum að sá sem fyrirfer sér megi hvorki grafast í kirkju né kirkjugarði, nema ástæða verknaðarins sé sjúkdómur eða „vitleysi“.16 Þarna er ekki lengur talað um iðrun sem mögulegt einstigi til himnaríkis. nú er það aðeins sjúkdómur eða dómgreindarskortur sem getur hamlað því að sá sem tekur líf sitt þurfi að liggja í óvígðri mold. Ekki er sérstaklega tilgreint að sá sjúkleiki sem hrjáði sjálfsvegandann hafi þurft að vera af andlegum toga. Þótt sjálfsvegendur næðu legi í kirkjugarði fengu þeir ekki sömu meðferð þar og aðrir því prestum var samkvæmt lögunum bannað að kasta mold á eða halda líkræðu yfir þeim sem styttu sér aldur.17 Þessi lagagrein hefur boðið upp á persónulega túlkun yfirvalda á hverj- um tíma varðandi það hverjir teldust veikir og hverjir ekki. Geðveiki sjálfs- vegenda kann að hafa verið augljós í sumum tilfellum en háð mati eftir andlát viðkomandi í öðrum. Þetta opnaði því þann möguleika að fólk sem fyrirfór sér væri úrskurðað geðveikt eftirá og síðan jarðsett í kirkjugarði. Árið 1686 var gefin út á Hólum helgisiðabók (handbók fyrir presta) þar sem m.a. var lýst helstu prestverkum. Þessi bók var endurútgefin árið 1706 og aftur árið 1752. Af þeim helgisiðabókum sem komu út fyrir 1870 (gildistöku almennu hegningarlaganna) eru fjórar útgáfur varðveittar í þjóðdeild Landsbókasafns og er vísað til þeirra neðanmáls. Hinar tvær komu út árin 1826 og 1852.18 Texti helgisiðabókanna var í samræmi við 15 Páll Sigurðsson, Brot úr réttarsögu, Reykjavík: Hlaðbúð, 1971, bls. 171. 16 Kóngs Kristjáns þess fimmta norsku lög á íslensku útlögð, Hrappsey: Hrappseyjarprent- smiðja 1779, bls. 677–678. 17 Sama heimild, bls. 214. 18 [Helgisiðabók 1706 (Handbók presta).] Dominicale. Það er guðspjöll og pistlar með almennilegum kollektum, sem í kirkjusöfnuðinum lesast árið um kring á sunnudögum og öðrum helgum og hátíðisdögum. Hér með fylgir stutt handbók um barnaskírn, hjóna- vígslu, sjúkra vitjan, framliðanna jarðan og nokkuð fleira sem kennimannlegu embætti viðvíkur, [2. útgáfa – 1. útgáfa 1686] Hólar: 1706; [Helgisiðabók 1750 (Handbók presta).] Dominicale. Það er guðspjöll og pistlar með almennilegum kollektum, sem í kirkjusöfnuðinum lesast árið um kring á sunnudögum og öðrum hátíðis og helgidögum; Píningar historiu vors herra Jésú Krists, bæn eftir hana, eftir predikun á sunnudögum, við konfirmationina og á bænadaginn. Hér með fylgir stutt handbók fyrir prestana, eftir kirkjunnar ritual innréttuð, um barnaskírn og annað, sem prestlegu embætti viðvíkur, hvort hennar Titulus ratvísar, [1. útgáfa 1686] Hólar: 1750; [Helgisiðabók 1826.] Handbók presta. Innihaldandi gudspjöll og pistla, með tilheyrandi kollektum og bænum, sem í Íslands kirkjum lesast árið um kring á sunnu- og helgidögum. Svo fylgir einnig vegleiðsla um barnaskírn, hjónavígslu, vitjun sjúkra og greftrun framliðinna, m.fl., Við- HRAfnkell láRuSSon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.