Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 39
38
Árið 1688 voru lögtekin á Íslandi hin svokölluðu Norsku og Dönsku
lög Kristjáns konungs fimmta.15 Í manndrápskafla norsku laganna er skýrt
tekið fram hver staða sjálfsvegenda sé gagnvart kirkjulegri greftrun. Þar
segir berum orðum að sá sem fyrirfer sér megi hvorki grafast í kirkju né
kirkjugarði, nema ástæða verknaðarins sé sjúkdómur eða „vitleysi“.16 Þarna
er ekki lengur talað um iðrun sem mögulegt einstigi til himnaríkis. nú er
það aðeins sjúkdómur eða dómgreindarskortur sem getur hamlað því að sá
sem tekur líf sitt þurfi að liggja í óvígðri mold. Ekki er sérstaklega tilgreint
að sá sjúkleiki sem hrjáði sjálfsvegandann hafi þurft að vera af andlegum
toga. Þótt sjálfsvegendur næðu legi í kirkjugarði fengu þeir ekki sömu
meðferð þar og aðrir því prestum var samkvæmt lögunum bannað að kasta
mold á eða halda líkræðu yfir þeim sem styttu sér aldur.17
Þessi lagagrein hefur boðið upp á persónulega túlkun yfirvalda á hverj-
um tíma varðandi það hverjir teldust veikir og hverjir ekki. Geðveiki sjálfs-
vegenda kann að hafa verið augljós í sumum tilfellum en háð mati eftir
andlát viðkomandi í öðrum. Þetta opnaði því þann möguleika að fólk sem
fyrirfór sér væri úrskurðað geðveikt eftirá og síðan jarðsett í kirkjugarði.
Árið 1686 var gefin út á Hólum helgisiðabók (handbók fyrir presta)
þar sem m.a. var lýst helstu prestverkum. Þessi bók var endurútgefin árið
1706 og aftur árið 1752. Af þeim helgisiðabókum sem komu út fyrir 1870
(gildistöku almennu hegningarlaganna) eru fjórar útgáfur varðveittar í
þjóðdeild Landsbókasafns og er vísað til þeirra neðanmáls. Hinar tvær
komu út árin 1826 og 1852.18 Texti helgisiðabókanna var í samræmi við
15 Páll Sigurðsson, Brot úr réttarsögu, Reykjavík: Hlaðbúð, 1971, bls. 171.
16 Kóngs Kristjáns þess fimmta norsku lög á íslensku útlögð, Hrappsey: Hrappseyjarprent-
smiðja 1779, bls. 677–678.
17 Sama heimild, bls. 214.
18 [Helgisiðabók 1706 (Handbók presta).] Dominicale. Það er guðspjöll og pistlar með
almennilegum kollektum, sem í kirkjusöfnuðinum lesast árið um kring á sunnudögum
og öðrum helgum og hátíðisdögum. Hér með fylgir stutt handbók um barnaskírn, hjóna-
vígslu, sjúkra vitjan, framliðanna jarðan og nokkuð fleira sem kennimannlegu embætti
viðvíkur, [2. útgáfa – 1. útgáfa 1686] Hólar: 1706; [Helgisiðabók 1750 (Handbók
presta).] Dominicale. Það er guðspjöll og pistlar með almennilegum kollektum, sem í
kirkjusöfnuðinum lesast árið um kring á sunnudögum og öðrum hátíðis og helgidögum;
Píningar historiu vors herra Jésú Krists, bæn eftir hana, eftir predikun á sunnudögum,
við konfirmationina og á bænadaginn. Hér með fylgir stutt handbók fyrir prestana, eftir
kirkjunnar ritual innréttuð, um barnaskírn og annað, sem prestlegu embætti viðvíkur,
hvort hennar Titulus ratvísar, [1. útgáfa 1686] Hólar: 1750; [Helgisiðabók 1826.]
Handbók presta. Innihaldandi gudspjöll og pistla, með tilheyrandi kollektum og bænum,
sem í Íslands kirkjum lesast árið um kring á sunnu- og helgidögum. Svo fylgir einnig
vegleiðsla um barnaskírn, hjónavígslu, vitjun sjúkra og greftrun framliðinna, m.fl., Við-
HRAfnkell láRuSSon