Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 67
66
Landslagsmálverk gegndu því þversagnarkenndu hlutverki: sem grein
eða tegund myndlistar var ætlast til að þau að skírskotuðu til „myndefnis“
af einhverju tagi (þrívíðs rýmis með landslagsformum) en jafnframt þurftu
þau að grafa undan hefðbundnum venslum fígúra og grunns til þess að
geta talist nútímaleg (217–218). Einmitt þess vegna eru hin nútímalegu
landslagsmálverk Turners, Courbets, Monets og fleiri 19. aldar málara,
sem fengust við landslag sem „viðfangsefni“, ákjósanlegt viðfangsefni í
greiningu á þversögnum í kenningum um módernisma. Harrison telur að
þannig megi auka skilning á því sem talist hefur „sjúkdómsorsök“ módern-
ismans, og á viðvarandi álitamálum og möguleikum sem honum tengjast
(206). Málverk sem eru í senn módernísk og landslagstjáning – og ég held
að þetta geti átt við um mörg afstraktmálverk – geta því verið frjór vett-
vangur til að grafast fyrir um skírskotanir til raunveruleikans og þar með
samhengisvísanir í módernískri myndlist.
Sjúkdómssagan tengist því hvernig áherslan á sjálfræði myndrænna
áhrifa í módernískum málverkum þróaðist á 20. öld út í hugmynd um
sjálfræði listarinnar gagnvart ytri raunveruleika – og algeru fráhvarfi frá
raunsæi í formalisma eins og Greenberg skilur hann. Í greininni „Modernist
Painting“ útlistar Greenberg þetta sem svo að sjálfræði myndrænna áhrifa
séu hluti af innbyggðri gagnrýni módernismans sem hafi í för með sér
útrýmingu áhrifa sem ekki tengjast eiginleikum miðilsins (hinu flata yfir-
borði málverksins). Myndlistarverk – einnig afstraktmálverk – hljóta hins
vegar ávallt að tengjast umhverfi sínu og þeim merkingarskírskotunum
sem umlykja verkið hverju sinni.25 Harrison telur í þessu samhengi að í
áherslu sinni á sjálfræði áhrifa hafi Greenberg ekki tekið fyllilega með í
reikninginn að hverjum slík áhrif áttu að beinast – ólíkt því sem impress-
jónistarnir gerðu í landslagsverkum sínum er þeir gáfu (ímyndaðan) áhorf-
andann til kynna með nafngiftum verka sem skírskotuðu til náttúruheims-
ins, og héldu jafnframt þeirri spurningu opinni, hvort hefði raunverulegan
25 Að mati Jonathans Harris er skynsamlegra að tala um sjálfræði einstakra listamanna,
fremur en dauðlegra hluta eins og málverka og vísar hann til framúrstefnulista-
manna sem vildu áskilja sér listrænt frelsi og komast undan stofnanavaldi og gam-
aldags hefðum. Hann staldrar við hugtakið sjálfræði sem hlýtur að skilyrðast af
hlutaðeigandi aðstæðum. Í samhengi afstrakmálverka þurfi að skoða tengsl þeirra
við þjóðfélagsaðstæður. Hann bendir ennfremur á að þótt afstraktverk virðist ekki
skírskota til hlutveruleikans, þá hafi margir nútímalistamenn, sem höfnuðu hefð-
bundnum aðferðum natúralískrar framsetningar og frásagnar, spurt róttækra spurn-
inga um heiminn, um ásýnd hans og hvernig unnt væri að túlka hann. Jonathan
Harris, Art History. Key Concepts, bls. 34–35.
AnnA JóHAnnSdóttiR