Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 102
101
sinnar eftirfarandi orð: „Hvar á ég að byrja? Hvað af öllu mínu mikilvæga
engu á ég að rekja fyrir þér fyrst?“52
„Ég hef lesið margar Jönur“. Ást og einhleypidómar
Ýmsir hafa með beinum eða óbeinum hætti tekið undir þau orð Henry
Austen að fábreytt líf skáldkonunnar geri ævisagnahöfundum erfitt fyrir
(eða auðvelt fyrir í þeim skilningi að það megi alveg eins sleppa því). J.E.
Austen-Leigh tekur undir orð frænda síns og segir: „Líf hennar var ein-
staklega viðburðasnautt: fáeinar breytingar og engir erfiðleikatímar gár-
uðu lygnt yfirborðið.“53 Emily Auerbach skoðar ítarlega viðtökur á Jane
Austen í bók sinni Searching for Jane Austen þar sem hún bendir meðal
annars á hvernig fræðimenn geri lítið úr skáldkonunni með því að vísa í
sífellu til hjúskaparstöðu hennar og tala um viðburðarsnauða ævi hennar.
Þannig segir oliver Elton árið 1912 að í huga Austen hafi franska
stjórnarbyltingin ekki verið til, samfélagskúgun ekki fyrirfundist og engin
samfélagssaga, því að líf hennar hafi verið eins kyrrlátt og verk henn-
ar.54 Svipaða hugmynd má merkja hjá Edward Said rúmum áttatíu árum
síðar en árið 1993 skrifaði hann að Jane hafi ekkert látið „þrælahald trufla
fallega litla hausinn sinn. Jane frænka hafi verið einföld, sjálfsánægð og
algjörlega laus við stjórnmálaskoðanir.“55 Í orðum Said býr augljós stétt-
og kynbundin fyrirlitning, það sé merki um kvenlegan einfaldleika Austen
og sjálfsánægju að ræða ekki þrælahald eða stjórnmál, viðfangsefni sem
sanni dýpt og þunga sérhvers texta.
John Bailey segir að jafnvel sjálf Jane Austen hefði ekki getað gert smátt
og lítilfjörlegt líf sitt áhugavert með því að skrifa um það. Líf hennar hafi
hreinlega verið of óspennandi fyrir sjálfsævisögu. Hún hafi hvorki kynnst
hæðum lífsins né dýptum og aldrei upplifað neitt sem gæti talist merki-
legt.56 Eins segir Richard Aldington 1948 að Jane hafi ekkert ferðast og að
52 Jane Austen, „To Cassandra Austen“, 15.–17. júní 1808, Jane Austen’s Letters, bls.
125.
53 J.E. Austen-Leigh, A Memoir of Jane Austen and Other Family Recollections, bls. 9.
54 Emily Auerbach, Searching for Jane Austen, bls. 27. Auerbach vitnar í oliver Elton,
Survey of Literature, 1780 –1830, London: Edward Arnold, 1912, bls. 191–192.
55 Sjá hér greiningu Emily Auerbach í Searching for Jane Austen, bls. 30. Auerbach
vitnar í John Leonard sem hefur þessi orð eftir Edward Said í ritdómi sínum „novel
Colonies“ um Culture and Imperialism eftir Edward Said. Sjá John Leonard, „novel
Colonies“, Nation 22. mars 1993 (256), bls. 383–390, hér bls. 383.
56 Sjá Emily Auerbach, Searching for Jane Austen, bls. 27. Auerbach sækir greiningu
sína til John Baily, Introduction to Jane Austen, London: oxford University Press,
Líkami Jane • Ástin og ímyndin