Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 126
125
þessi til líkama kvenna eru vitnisburður um útbreiddan ótta við konur sem
kynverur að mati Andreu Dworkin, en hún ræðir „tilvistarlegan ótta við
konur, við „munn legsins“, sem á rætur að rekja til frumstæðs getuleys-
iskvíða karla“.52
Hér skiptir ekki öllu máli hvort hegðunin sem um ræðir er kennd við
gegndarlaust fjöllyndi, sjúklega vergirni eða móðursýki, merkingarmiðið
er hið sama: kynverund kvenna er tortryggileg og áhugi þeirra á kyn-
lífi er vísbending um „stjórnleysi“ og að samfélagslegum hömlum sé ekki
hlýtt sem aftur bendir til þess að viðkomandi konur kunni að hafna for-
ræði karla, hvort heldur það eru eiginmenn, feður, bræður eða læknar.
Viðbrögðin beinast því að stýringu á kynhegðun og var þar tengingin milli
kynferðislegs „óhófs“ kvenna og geðveilu og siðferðisbrests skýr og kallaði
ýmist á læknisfræðileg úrræði eða refsandi inngrip kúgunartækja ríkisins.53
Minnstu frávik frá ríkjandi viðmiðum og reglum um siðgæði kvenna og
kynferðislega hegðun voru sjúkdómsvædd og gerð að lögbrotum. Þannig
er ekki langt síðan fangelsisdómar og nauðungarvistun á geðveikrahæl-
um biðu kvenna sem „skrikaði fótur“ með einhverjum hætti, en þar fól-
ust meðferðarúrræði meðal annars í umskurði á kynfærum, fjarlægingu
legsins og skurðaðgerðum á heilablaði þar sem skorið var á taugabrautir
(e. lobotomy).54 Raunar er mikilvægt að halda til haga að „ótti“ hefur
mikilvægt en takmarkað skýringargildi í þessu samhengi; orðræðan sem
hér hefur verið fjallað um myndar „vísindalegan“ grundvöll og rökstuðn-
ing fyrir yfirburðum karlmanna og nauðsyn þess að þeir hafi forræði yfir
52 Andrea Dworkin, Woman Hating, new York: E.P. Dutton, 1974, bls. 134.
53 Skemmst er að minnast viðhorfa í garð „ástandskvenna“ hér á landi en landlækn-
isembættið sem og lögregluyfirvöld höfðu ríkuleg afskipti af konum sem taldar
voru eiga vingott við erlenda hermenn á stríðsárunum. nauðungarvistun stúlkna
á uppeldisheimilum úti á landi var algeng á þessum tíma og Þór Whitehead hefur
birt rannsókn þar sem fjallað er um hvernig ríkið njósnaði um umræddar konur.
Þessar njósnir telur Þór þær umfangsmestu sem stundaðar hafi verið á Íslandi um
einkalíf fólks. Sjá „Ástandið og yfirvöldin. Stríðið um konurnar 1940–1941“, Saga
2/2013, bls. 92–142.
54 Ann Goldberg, „The Eberbach Asylum and the Practice(s) of nymphomania
in Germany, 1815–1849“, Journal of Women’s History 4/1998, bls. 35–52; Peter
Cryle, „’A Terrible ordeal from Every Point of View’: (not) Managing Female
Sexuality on the Wedding night“, Journal of the History of Sexuality 1/2009,
bls. 44–64; Sarah W. Rodriguez, „Rethinking the History of Female Circumc-
ision and Clitoridectomy: American Medicine and Female Sexuality in the Late
nineteenth Century“, Journal of the History of Medicine and Allied Sciences 3/2008,
bls. 323–347.
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS