Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 126

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 126
125 þessi til líkama kvenna eru vitnisburður um útbreiddan ótta við konur sem kynverur að mati Andreu Dworkin, en hún ræðir „tilvistarlegan ótta við konur, við „munn legsins“, sem á rætur að rekja til frumstæðs getuleys- iskvíða karla“.52 Hér skiptir ekki öllu máli hvort hegðunin sem um ræðir er kennd við gegndarlaust fjöllyndi, sjúklega vergirni eða móðursýki, merkingarmiðið er hið sama: kynverund kvenna er tortryggileg og áhugi þeirra á kyn- lífi er vísbending um „stjórnleysi“ og að samfélagslegum hömlum sé ekki hlýtt sem aftur bendir til þess að viðkomandi konur kunni að hafna for- ræði karla, hvort heldur það eru eiginmenn, feður, bræður eða læknar. Viðbrögðin beinast því að stýringu á kynhegðun og var þar tengingin milli kynferðislegs „óhófs“ kvenna og geðveilu og siðferðisbrests skýr og kallaði ýmist á læknisfræðileg úrræði eða refsandi inngrip kúgunartækja ríkisins.53 Minnstu frávik frá ríkjandi viðmiðum og reglum um siðgæði kvenna og kynferðislega hegðun voru sjúkdómsvædd og gerð að lögbrotum. Þannig er ekki langt síðan fangelsisdómar og nauðungarvistun á geðveikrahæl- um biðu kvenna sem „skrikaði fótur“ með einhverjum hætti, en þar fól- ust meðferðarúrræði meðal annars í umskurði á kynfærum, fjarlægingu legsins og skurðaðgerðum á heilablaði þar sem skorið var á taugabrautir (e. lobotomy).54 Raunar er mikilvægt að halda til haga að „ótti“ hefur mikilvægt en takmarkað skýringargildi í þessu samhengi; orðræðan sem hér hefur verið fjallað um myndar „vísindalegan“ grundvöll og rökstuðn- ing fyrir yfirburðum karlmanna og nauðsyn þess að þeir hafi forræði yfir 52 Andrea Dworkin, Woman Hating, new York: E.P. Dutton, 1974, bls. 134. 53 Skemmst er að minnast viðhorfa í garð „ástandskvenna“ hér á landi en landlækn- isembættið sem og lögregluyfirvöld höfðu ríkuleg afskipti af konum sem taldar voru eiga vingott við erlenda hermenn á stríðsárunum. nauðungarvistun stúlkna á uppeldisheimilum úti á landi var algeng á þessum tíma og Þór Whitehead hefur birt rannsókn þar sem fjallað er um hvernig ríkið njósnaði um umræddar konur. Þessar njósnir telur Þór þær umfangsmestu sem stundaðar hafi verið á Íslandi um einkalíf fólks. Sjá „Ástandið og yfirvöldin. Stríðið um konurnar 1940–1941“, Saga 2/2013, bls. 92–142. 54 Ann Goldberg, „The Eberbach Asylum and the Practice(s) of nymphomania in Germany, 1815–1849“, Journal of Women’s History 4/1998, bls. 35–52; Peter Cryle, „’A Terrible ordeal from Every Point of View’: (not) Managing Female Sexuality on the Wedding night“, Journal of the History of Sexuality 1/2009, bls. 44–64; Sarah W. Rodriguez, „Rethinking the History of Female Circumc- ision and Clitoridectomy: American Medicine and Female Sexuality in the Late nineteenth Century“, Journal of the History of Medicine and Allied Sciences 3/2008, bls. 323–347. LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.