Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 150

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 150
149 Gagnrýni Gæu á borgaralega tilvist sína stigmagnast og efnahagsleg forréttindi reynast ein birtingarmynd kúgunartækja kapítalismans: „Hvað var setustofan mín heima? ég var kviksett undir þessu rusli. nei, ég var dauð. ég var rotið hræ í þessari skrautlegu gröf.“126 Gæa er fyllilega með- vituð um valkostina sem hún stendur frammi fyrir en að sama skapi hafnar hún forsendum þeirra. „Lögin“ sem Dagur vitnar til eru „hégómleg[ar] siðaformúl[ur]“ að hennar mati: „Ætli ég ætti ekki að þekkja þetta siðaða mannfélag ykkar, sem þið hafið bygt alt í kríng um mann, og einskis krefst af mér annars en gánga með lokuð augun og ljúga ljúga ljúga […] En ég skal, skal rífa í tætlur þann lygavef“.127 Lygavefurinn sem Gæa vísar til er í vissum skilningi járnbúr Webers og þannig jafnframt menningarleg mótun kvenleikans eins og hún birtist til að mynda í orðræðu eðlishyggjunnar þar sem líkamsstarfsemi kvenna er sett fram sem skammarleg og ógeðfelld. Reiði Gæu beinist að veruleika sem skilgreinir konur sem svo lítils virði að lengst af þurfti að borga með þeim í hjónaband (heimanmund) og að þekkingarfræði sem í árþúsundir hélt því fram að vitsmunalíf kvenna væri á valdi líkamans, einkum æxlunarfæranna. Mikilvægur hluti þess sem Gæa rís gegn er að hafa ekki yfirráð yfir eigin líkama, að það sé einhver annar sem hefur „rétt yfir“ honum, eins og hún orðar það, og á þar við eigin- manninn.128 Hið „siðaða mannfélag“, líkt og Freud bendir á, krefst þess að hvatir séu bældar en í tilfelli kvenna var gengið svo hart fram að kynhvötin sjálf var sjúkdómsvædd. Allt er þetta hluti af þeim hugmyndafræðilega ramma sem Gæa hafnar vafningalaust í þriðja þætti leikritsins. öllum sínum hættum og kynjum. Í fyrsta þætti sást til Esjunnar yfir stofuvegginn og veiðikofinn í öðrum og þriðja þætti var þaklaus svo sást til lofts og um kring. „Margir kunna vafalaust illa við loftlausa og þaklausa veiðikofann, eigi sízt af því, að það, sem úti sézt, gefur aðrar hugmyndir og vekur önnur geðhrif en við á og leikstjórinn ætlast til, eftir því sem ráða má af grein hans í leikskránni. Menn heyra óveðrið, en sjá heiðan himin; heyra steypiregn, en sjá fjallið gegn um blátært loft. og áhrifin, sem leikstjórinn segir, að fjallið eigi að hafa, hefir það kannske á Dana, en ekki á Íslending, sem alinn er við fjöll. Þá býzt ég við, að margir kunni því illa, að sjá kertaljósið í kofanum skína á fjallið og mynda stóran skugga af því á bláan himin óveðursnæturinnar.“ „K.“, „Leikhúsið“, bls. 2. 126 Halldór Laxness, Straumrof, bls. 69. 127 Halldór Laxness, Straumrof, bls. 80. Gagnrýnin sýn Gæu á félagslegar kring- umstæður kvenna og valdahlutföllin sem móta samfélagslega hegðun var af sam- tímagagnrýnendum stundum álitin hennar helsti skapgerðarbrestur og afgreidd sem „fasgirni“. Kristján Albertsson „Straumrof Halldórs Kiljan Laxness“, bls. 5; „X–Y“, „Straumrof“, bls. 3. 128 Sama rit, bls. 69. LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.