Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 210
209
þeim fyrstur til að tala um samfellt og rákað rými, og þá í tengslum við
tónlist.12 Hér gefst ekki tóm til að skýra hugsun Boulez um samfellu og
rákun í tónlist í neinum smáatriðum, en Deleuze og Guattari hafa eftir
honum að í hnotskurn snúist málið um að „leggja undir sig án þess að telja
út“ í hinu samfellda rými, en í rákuðu rými snúist málið um að „telja út til
að leggja undir sig“. nánar tiltekið byggir rákunin, í tónlist rétt eins og
vefnaði, á því að vefja tilteknum breytum utan um ákveðin leiðarstef (eða
þræði), þannig að öllu sé haganlega fyrir komið og sé í eðli sínu teljanlegt.
Samfellan er aftur á móti „stöðug tilbrigði“, „stöðug þróun formsins“,
„samruni harmóníunnar og melódíunnar sem þjónar því markmiði að losa
um gildisþætti sem má að sönnu kenna við ryþma“.13
Deleuze og Guattari leiða fram nokkur önnur atriði sem einkenna sam-
felluna annars vegar og rákunina hins vegar. Í samfelldu rými skipta hug-
hrif og upplifanir meira máli en eiginleikar og mælanleiki. Í þessu felst að
sjónin er ekki lengur mikilvægasta skynfærið heldur verður snertingin í
mjög víðtækri merkingu aðalatriðið, snertingin við þann veruleika sem við
blasir í öllum sínum myndum og allri sinni dýpt.14 Með öðrum orðum, og
svo gripið sé til hugtaks sem orðið hefur frægt, er skynjun á eða í samfelldu
rými af meiði hins líffæralausa líkama (fr. corps sans organes, e. body without
organs) sem stendur í algjörri andstöðu við hvers kyns lífræna heild (org-
anisma) eða heildrænt skipulag (e. organisation).
Besta dæmið um samfellt rými er, að sögn Deleuze og Guattari, sjálft
úthafið, og þá einmitt þar sem hvergi sér til lands. Rúmsjórinn er sam-
12 Hér má rifja upp þau fleygu orð, sem munu vera eignuð Goethe, að tónlist sé fljót-
andi arkitektúr en arkitektúr sé frosin tónlist – með öðrum orðum séu tónlist og
arkitektúr sömu ættar og fáist einmitt ekki annars vegar við tíma og hins vegar við
rúm, heldur sé viðfangsefni þeirra það sem heitir í nútímaeðlisfræði, að minnsta
kosti frá og með kenningum Einsteins (Albert Einstein, Afstæðiskenningin, Þor-
steinn Halldórsson þýddi, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1970), „sam-
fella tíma og rúms“ eða bara „tímarúmið“. Sbr. t.d. Jon May og nigel Thrift (ritstj.),
Timespace. Geographies of temporality, London: Routledge, 2001.
13 Deleuze og Guattari, Mille plateaux, bls. 597.
14 Hugtakið sem Deleuze og Guattari notast hér við er perception haptique, sem vísar
strangt tekið til snertiskyns, en ástæðu þess að þeir velja þetta orð segja þeir vera
þá að í því felist ekki andstæða milli tveggja skynfæra heldur gefi það til kynna að
augað geti sjálft verkað á tiltekinn hátt sem er ekki bundinn við sjón (Deleuze og
Guattari, Mille plateaux, bls. 614). Ætla má að hér hafi þeir haft í huga greiningu
Maurice Merleau-Ponty á skynjuninni eða skynhæfninni, skilinni sem heildar-
skynjun sem hefur sig yfir aðgreiningu skilningarvitanna, í verki hans Hinu sýnilega
og hinu ósýnilega (Maurice Merleau-Ponty, Le visible et l’invisible, París: Gallimard,
1964).
YLRÆKT RÍSÓMATÍSKRA SPRoTA